Hafnanefnd
Dagskrá
1.Uppfærsla á raforkutengingum í innri höfn á Húsavík
Málsnúmer 201706077Vakta málsnúmer
Erindi hefur borist frá RARIK um tillögu að uppfærslu á raforkukerfi hafnarinnar á Húsavík. Tillagan er til komin m.a. vegna óskar Norðursiglingar um að geta hlaðið rafbáta sína við flotbryggju framan við Gamla Bauk, sem og er tillagan til þess fallin að auka sveigjanleika í afhendingaröryggi raforku til allra notenda á miðhafnarsvæðinu.
Hafnanefnd fellst á þá tillögu að koma fyrir húsnæði á vegum RARIK undir spennistöð, enda falli það að deiliskipulagi miðhafnarsvæðisins og að útlit og hönnunun smáhýsisins taki mið af nánasta umhverfi.
2.Rafmagnsmál á Bökugarði
Málsnúmer 201706079Vakta málsnúmer
Hafnastjóri fór yfir uppbyggingu rafmagnskerfis á Bökugarði. Til umræðu er m.a. útfærsla á yfirborðsfrágangi þekjunnar sem senn á að steypa ofan á nýjasta hluta garðsins.
Hafnanefnd telur, eftir samráð og samtöl við sérfræðinga, hvorki fjárhagslegar- né fyllilega hagkvæmar forsendur fyrir því að byggja upp innviði á Bökugarði fyrir háspennukapal til að knýja rafmagnskrana. Því verði í staðinn beint til tilvonandi þjónustuaðila á hafnarsvæði að leita allra leiða með að lágmarka mengun frá aflgjafa þess krana sem notaður verður við upp- og útskipun á garðinum.
3.Ósk um leigu á verbúðarbili við Hafnarstétt vegna áforma frumkvöðlafyrirtækis á að hefja bjórgerð
Málsnúmer 201706078Vakta málsnúmer
Fyrir hafnanefnd liggur ósk frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga f.h. frumkvöðla á svæðinu sem vilja leigja verbúðarbil við Hafnarstétt. Til stendur að hefja bjórgerð, náist samkomulag um leiguna og framkvæmdir á húsnæðinu.
Hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og felur hafnastjóra að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og frumkvöðlana um útfærslu á samningi og leggja hann fyrir nefndina. Skál.
4.Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2016
Málsnúmer 201705121Vakta málsnúmer
Hafnanefnd hefur til kynningar ársreikning Hafnasamband Íslands fyrir síðasta rekstrarár.
Lagt fram til kynningar.
5.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2017
Málsnúmer 201702006Vakta málsnúmer
Fundargerðir 393. og 394. fundar hafnasambandsins lagðar fram fyrir hafnanefnd.
Lagt fram til kynningar.
6.Sjóvarnarskýrsla 2017
Málsnúmer 201705131Vakta málsnúmer
Í "Yfirlitsskýrslu um sjóvarnir frá 2011" kemur fram að forgangsflokkun aðgerða við endurbyggingu sjóvarnargarðs við sláturhúsið á Húsavík, suður fyrir Haukamýrarlæk, er í C-flokkki.
Hafnanefnd Norðurþings fer þess á leit við Siglingasvið Vegagerðarinnar að svæðið verði í efsta forgangsflokki í Sjóvarnarskýrslu ársins 2017 og að það verði stækkað til norðurs, norður fyrir Þorvaldsstaðará. Hafnastjóra falið að koma erindinu til skila.
Fundi slitið - kl. 18:15.