Rafmagnsmál á Bökugarði
Málsnúmer 201706079
Vakta málsnúmerHafnanefnd - 15. fundur - 14.06.2017
Hafnastjóri fór yfir uppbyggingu rafmagnskerfis á Bökugarði. Til umræðu er m.a. útfærsla á yfirborðsfrágangi þekjunnar sem senn á að steypa ofan á nýjasta hluta garðsins.
Hafnanefnd telur, eftir samráð og samtöl við sérfræðinga, hvorki fjárhagslegar- né fyllilega hagkvæmar forsendur fyrir því að byggja upp innviði á Bökugarði fyrir háspennukapal til að knýja rafmagnskrana. Því verði í staðinn beint til tilvonandi þjónustuaðila á hafnarsvæði að leita allra leiða með að lágmarka mengun frá aflgjafa þess krana sem notaður verður við upp- og útskipun á garðinum.