Skýrsla nefndar félags- og húsnæðismálaráðherra um endurskoðun stjórnsýslu og eftirlits á sviði félagsþjónustu og barnaverndar lögð fram.
Nefndin felur félagsmálastjóra að senda inn umsögn félagsmálanefndar Norðurþings þar sem eftirfarandi verði komið á framfæri.
Nefndin fagnar því að þessi vinna hafi farið fram og bindur vonir við að skýrslunni verði fylgt með verkefnisáætlun um innleiðingu og viðeigandi fjármagni. Nefndin tekur undir það að sameina eftirlitið á einn stað, og þjónustuna á annan. Nefndin telur æskilegra að sett verði á fót sérstök stofnun, en eftirlitið verði ekki deild innan ráðuneytisins.
Nefndin hvetur ráðherra til að kanna hvort æskilegt sé að stofnanirnar nái utanum Velferðarþjónustu en ekki bara félagsþjónustu og barnavernd, þannig að heilbrigðisþjónustan verði þar með talin.
Loks leggur nefndin til að horft verði til byggðasjónarmiða við val á staðsetningu stofnunarinnar.
Nefndin felur félagsmálastjóra að senda inn umsögn félagsmálanefndar Norðurþings þar sem eftirfarandi verði komið á framfæri.
Nefndin fagnar því að þessi vinna hafi farið fram og bindur vonir við að skýrslunni verði fylgt með verkefnisáætlun um innleiðingu og viðeigandi fjármagni.
Nefndin tekur undir það að sameina eftirlitið á einn stað, og þjónustuna á annan. Nefndin telur æskilegra að sett verði á fót sérstök stofnun, en eftirlitið verði ekki deild innan ráðuneytisins.
Nefndin hvetur ráðherra til að kanna hvort æskilegt sé að stofnanirnar nái utanum Velferðarþjónustu en ekki bara félagsþjónustu og barnavernd, þannig að heilbrigðisþjónustan verði þar með talin.
Loks leggur nefndin til að horft verði til byggðasjónarmiða við val á staðsetningu stofnunarinnar.