Félagsmálanefnd
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018
Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer
Undirbúningsvinna vegna fjárhagsáætlunargerðar ársins 2018. Umræða um forsendur.
Umræða um forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2018.
2.Jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018
Málsnúmer 201607309Vakta málsnúmer
Nefndinni hafa borist þau gögn sem upp á vantaði. Lagt er til að félagsmálastjóra verði falið að ganga frá tillögu að Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta fund, sem verði í framhaldinu send Jafnréttisstofu.
Nefndinni hafa borist þau gögn sem upp á vantaði.
Nefndin felur félagsmálastjóra að ganga frá tillögu að Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta fund.
Nefndin felur félagsmálastjóra að ganga frá tillögu að Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta fund.
3.Landsfundur jafnréttisnefnda 2017
Málsnúmer 201607192Vakta málsnúmer
Landsfundur jafnréttisnefnda 2017 mun fara fram í Stykkishólmi þann 15. september nk.
Landsfundur jafnréttisnefnda 2017 mun fara fram í Stykkishólmi þann 15. september nk.
Nefndin leggur til að Norðurþing sendi tvo fulltrúa eins og undanfarin ár.
Nefndin leggur til að Norðurþing sendi tvo fulltrúa eins og undanfarin ár.
4.Skólaþjónusta 2016 - 2017
Málsnúmer 201603153Vakta málsnúmer
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi kom inn á fundinn.
Nefndin felur fræðslufulltrúa og félagsmálastjóra að vinna tillögu að nýju fyrirkomulagi varðandi sérfræðiþjónustu innan fjölskyldusviðs.
Nefndin felur fræðslufulltrúa og félagsmálastjóra að vinna tillögu að nýju fyrirkomulagi varðandi sérfræðiþjónustu innan fjölskyldusviðs.
5.Endurskoðun stjórnsýslu og eftirlits á sviði félagsþjónustu og barnaverndar
Málsnúmer 201708017Vakta málsnúmer
Skýrsla nefndar félags- og húsnæðismálaráðherra um endurskoðun stjórnsýslu og eftirlits á sviði félagsþjónustu og barnaverndar lögð fram.
Nefndin felur félagsmálastjóra að senda inn umsögn félagsmálanefndar Norðurþings þar sem eftirfarandi verði komið á framfæri.
Nefndin fagnar því að þessi vinna hafi farið fram og bindur vonir við að skýrslunni verði fylgt með verkefnisáætlun um innleiðingu og viðeigandi fjármagni.
Nefndin tekur undir það að sameina eftirlitið á einn stað, og þjónustuna á annan. Nefndin telur æskilegra að sett verði á fót sérstök stofnun, en eftirlitið verði ekki deild innan ráðuneytisins.
Nefndin hvetur ráðherra til að kanna hvort æskilegt sé að stofnanirnar nái utanum Velferðarþjónustu en ekki bara félagsþjónustu og barnavernd, þannig að heilbrigðisþjónustan verði þar með talin.
Loks leggur nefndin til að horft verði til byggðasjónarmiða við val á staðsetningu stofnunarinnar.
Nefndin felur félagsmálastjóra að senda inn umsögn félagsmálanefndar Norðurþings þar sem eftirfarandi verði komið á framfæri.
Nefndin fagnar því að þessi vinna hafi farið fram og bindur vonir við að skýrslunni verði fylgt með verkefnisáætlun um innleiðingu og viðeigandi fjármagni.
Nefndin tekur undir það að sameina eftirlitið á einn stað, og þjónustuna á annan. Nefndin telur æskilegra að sett verði á fót sérstök stofnun, en eftirlitið verði ekki deild innan ráðuneytisins.
Nefndin hvetur ráðherra til að kanna hvort æskilegt sé að stofnanirnar nái utanum Velferðarþjónustu en ekki bara félagsþjónustu og barnavernd, þannig að heilbrigðisþjónustan verði þar með talin.
Loks leggur nefndin til að horft verði til byggðasjónarmiða við val á staðsetningu stofnunarinnar.
6.Velferðarnefnd: varðandi frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar sérþarfir, 438. mál og frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 439. mál.
Málsnúmer 201706212Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
7.Félagslegar íbúðir
Málsnúmer 201702015Vakta málsnúmer
Umsókn um undanþágu v. félagslegs leiguhúsnæðis. Umsækjanda var synjað um félagslegt húsnæði á forsendum lögheimilis. umsækjandi var búsettur í Norðurþingi frá maí 2004 - júlí 2016 en fór þá burt vegna húsnæðisleysis. Umsækjandi er undir eignar og tekjumörkum skv. matsviðmiði fyrir félagslegt húsnæði. Það er mat félagsráðgjafa að umsækjandi eigi að fá að vera á biðlista fyrir félagslegt húsnæði.
Umsókn um undanþágu samþykkt.
8.Félagslegar íbúðir
Málsnúmer 201612138Vakta málsnúmer
Umsókn um undanþágu v. félagslegs leiguhúsnæðis. Umsækjanda var synjað um félagslegt húsnæði þar sem hann er yfir eignamörkum. Það er mat félagsráðgjafa að umsækjandi eigi að fá að vera á biðlista fyrir félagslegt húsnæði vegna félagslegra aðstæðna sem og veikinda.
Umsókn um undanþágu samþykkt.
9.Félagslegar íbúðir
Málsnúmer 201705076Vakta málsnúmer
Umsókn um undanþágu v. félagslegs leiguhúsnæðis. Umsókn hafnað, umsækjendur falla ekki undir skilyrði skv. 3. gr. reglna um félagslegt leiguhúsnæði í Norðurþingi, hvað varðar tekjuviðmið. En vísað til umfjöllunar nefndarinnar á grunni félagslegra aðstæðna.
Umsókn um undanþágu samþykkt.
10.Félagslegar íbúðir
Málsnúmer 201707046Vakta málsnúmer
Umsókn um undanþágu v. félagslegs leiguhúsnæðis. Umsækjanda var synjað um félagslegt húsnæði á forsendum lögheimilis. Umsækjandi var búsettur í Norðurþingi frá 2008-2016, en missti þá húsnæði sitt og hefur verið á hrakhólum síðan þá. Það er mat félagsráðgjafa að umsækjandi eigi að fá að vera á biðlista fyrir félagslegt húsnæði vegna félagslegra aðstæðna sem og veikinda.
Umsókn um undanþágu samþykkt.
11.Félagslegar íbúðir
Málsnúmer 201708005Vakta málsnúmer
Umsækjandi óskar eftir undanþágu vegna umsóknar um félagslegt húsnæði. Umsækjanda var synjað þar sem hann var yfir tekjumörkum. Mat félagsráðgja er að veita skuli undanþágu vegna félagslega aðstæðna umsækjanda sem og hárrar greiðslubyrði.
Umsókn um undanþágu samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:15.