Umsókn um byggingarleyfi að Norðurgarði 5 fyrir slökkvistöð.
Málsnúmer 201710162
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 22. fundur - 21.11.2017
Eignasjóður Norðurþings óskar eftir byggingarleyfi fyrir nýrri slökkvistöð og aðstöðu fyrir hafnir Norðurþings að Norðurgarði 5 á Húsavík. Um er að ræða hús sem samanstendur af tveimur megin byggingarhlutum, mannvistarhluta (308,9 m²) og tækjasal (708,3 m²). Mannvistarhluti yrði byggður úr forsteyptum samlokueiningum en tækjasalurinn er hinsvegar hefðbundið stálgrindarhús. Teikningar eru unnar af Faglausn.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð bygging sé í samræmi við deiliskipulag svæðisins og felur því skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.