Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Deiliskipulag athafnasvæðis A5 - Kringlumýri
Málsnúmer 201711108Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag athafnasvæðis A5, Kringlumýri.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
2.Golfklúbbur Húsavíkur óskar eftir svæði til umráða undir nýtt húsnæði.
Málsnúmer 201711021Vakta málsnúmer
Óskað er eftir samþykkti Norðurþings fyrir að útbúa tillögu að nýrri aðkomu og breyttri staðsetningu fyrir nýjan golfskála Golfklúbbs Húsavíkur.
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar hugmyndum að endurskoðun uppbyggingar við Katlavöll og lýsir sig reiðubúna til samstarfs við gerð nýs deiliskipulags á svæðinu.
3.Tryggvi Óskarsson óskar eftir að stofna íbúðarhúsalóð úr landi Þverár í Reykjahverfi.
Málsnúmer 201711033Vakta málsnúmer
Óskað er eftir samþykkt fyrir stofnun nýrrar lóðar undir einbýlishús úr úr landi Þverár í Reykjahverfi. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af staðsetningu lóðar, þar sem einnig kemur fram möguleg frekari fjölgun lóða.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur sér ekki fært að samþykkja erindið á þessu stigi í því ljósi að þegar hafa verið stofnaðar fleiri lóðir undir íbúðarhús út úr jörðinni án deiliskipulagsgerðar en heimilt er skv. ákvæðum aðalskipulags. Nefndin fagnar hinsvegar hugmyndum að uppbyggingu íbúðarhverfis á jörðinni og hvetur jarðareiganda til að undirbúa deiliskipulag þar að lútandi.
4.Sjóböðin óska eftir framlengingu á forgangi á hótellóð að Vitaslóð 2.
Málsnúmer 201711034Vakta málsnúmer
Guðbjartur Ellert Jónsson, f.h. Sjóbaðanna ehf, óskar eftir framlengingu á samkomulagi milli aðila um skilgreinda hótellóð við Vitaslóð. Þess er óskað að Sjóböðin hafi forgang að lóðinni til 1. desember 2018.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir viðræðum við umsækjanda og kynningu á hugmyndum að uppbyggingu lóðarinnar.
5.Fakta Bygg AS sækir um lóðina að Vitaslóð 2 undir hótel.
Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer
Fakta Bygg AS óskar eftir að fá úthlutaðri byggingarlóð undir hótel við Vitaslóð skv. gildandi deiliskipulagi. Meðfylgjandi umsókn eru viðraðar uppbyggingarhugmyndir umsækjanda.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir viðræðum við umsækjanda og kynningu á hugmyndum að uppbyggingu lóðarinnar.
6.Vegagerðin óskar eftir athugasemdum við viðbragðsáætlun vegna Húsavíkurhöfðagangna.
Málsnúmer 201711068Vakta málsnúmer
Vegagerðin óskar umsagnar skipulagsyfirvalda vegna fyrirliggjandi viðbragðsáætlunar fyrir Húsavíkurhöfðagöng. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliði Norðurþings.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um viðbragðsáætlunina.
7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við neðri hæð Túngötu 1.
Málsnúmer 201708007Vakta málsnúmer
Fatahreinsun Húsavíkur óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Túngötu 1. Fyrir liggur rissmynd af fyrirhugaðari viðbyggingu sem er um 30 m² að flatarmáli á einni hæð. Meðfylgjandi umsókn er undirritað samþykki meðeiganda í húsinu auk helstu nágranna.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur grenndarkynningu fullnægjandi og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
8.Umsókn um byggingarleyfi að Norðurgarði 5 fyrir slökkvistöð.
Málsnúmer 201710162Vakta málsnúmer
Eignasjóður Norðurþings óskar eftir byggingarleyfi fyrir nýrri slökkvistöð og aðstöðu fyrir hafnir Norðurþings að Norðurgarði 5 á Húsavík. Um er að ræða hús sem samanstendur af tveimur megin byggingarhlutum, mannvistarhluta (308,9 m²) og tækjasal (708,3 m²). Mannvistarhluti yrði byggður úr forsteyptum samlokueiningum en tækjasalurinn er hinsvegar hefðbundið stálgrindarhús. Teikningar eru unnar af Faglausn.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð bygging sé í samræmi við deiliskipulag svæðisins og felur því skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
9.Fensalir ehf. óska eftir að breyta neðri hæð á Stóragarði 13 í gistirými.
Málsnúmer 201710184Vakta málsnúmer
Óskað er eftir samþykki fyrir því að breyta verslunarrými að neðri hæð í Stóragarði 13 í gistirými til ferðaþjónustu. Meðfylgjandi umsókn er teikning sem sýnir fyrirkomulag beggja hæða.
Skipulags- og umhverfisnefnd felst á breytingarnar fyrir sitt leyti.
10.Kári Kristjánsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Brávöllum 11.
Málsnúmer 201711098Vakta málsnúmer
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Brávelli 11. Fyrir fundi liggur teikning unnin af Erni Sigurðssyni hjá Norðurvík. Viðbygging er úr timbri, alls 49,1 m².
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið. Nágrenni skilgreinist sem: Brávellir 7 og 9, Garðarsbraut 27, 31, 33, 35a og 35b og Árholt.
11.Gentle Giants leggur fram lóðartillögu vegna Hafnarstéttar 13/Flókahúss.
Málsnúmer 201711109Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmyndir lóðarhafa að Hafnarstétt 13 að lóðarfrágangi. Lagðar eru fram grunnmyndir og útlitsmyndir.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að lóðarfrágangur nái 2 m norður fyrir húsvegg Flókahúss og 1 m austur fyrir stafn. Nefndin fellst hinsvegar ekki á frágang suður fyrir lóðarmörk eins og lagt er upp með við hönnun.
Fundi slitið - kl. 18:45.