Tryggvi Óskarsson óskar eftir að stofna íbúðarhúsalóð úr landi Þverár í Reykjahverfi.
Málsnúmer 201711033
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 22. fundur - 21.11.2017
Óskað er eftir samþykkt fyrir stofnun nýrrar lóðar undir einbýlishús úr úr landi Þverár í Reykjahverfi. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af staðsetningu lóðar, þar sem einnig kemur fram möguleg frekari fjölgun lóða.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur sér ekki fært að samþykkja erindið á þessu stigi í því ljósi að þegar hafa verið stofnaðar fleiri lóðir undir íbúðarhús út úr jörðinni án deiliskipulagsgerðar en heimilt er skv. ákvæðum aðalskipulags. Nefndin fagnar hinsvegar hugmyndum að uppbyggingu íbúðarhverfis á jörðinni og hvetur jarðareiganda til að undirbúa deiliskipulag þar að lútandi.