Sjóböðin óska eftir framlengingu á forgangi á hótellóð að Vitaslóð 2.
Málsnúmer 201711034
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 22. fundur - 21.11.2017
Guðbjartur Ellert Jónsson, f.h. Sjóbaðanna ehf, óskar eftir framlengingu á samkomulagi milli aðila um skilgreinda hótellóð við Vitaslóð. Þess er óskað að Sjóböðin hafi forgang að lóðinni til 1. desember 2018.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir viðræðum við umsækjanda og kynningu á hugmyndum að uppbyggingu lóðarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 23. fundur - 13.12.2017
Erindið var áður til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í nóvember og þá ákveðið að bjóða þeim tveimur aðilum sem sækjast eftir lóðinni að kynna sínar hugmyndir að nýtingu lóðarinnar. Fulltrúar beggja aðila kynntu sínar hugmyndir fyrir nefndinni fyrr í dag. Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar kynningarnar. Jónas vék af fundi við umfjöllun þessara tveggja erinda.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur lagt það til við sveitarstjórn að Fakta Bygg verði veitt vilyrði fyrir lóðinni til loka apríl 2019. Nefndin er því ekki reiðubúin að framlengja forgang Sjóbaðanna fyrir lóðinni.