Kári Kristjánsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Brávöllum 11.
Málsnúmer 201711098
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 22. fundur - 21.11.2017
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Brávelli 11. Fyrir fundi liggur teikning unnin af Erni Sigurðssyni hjá Norðurvík. Viðbygging er úr timbri, alls 49,1 m².
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið. Nágrenni skilgreinist sem: Brávellir 7 og 9, Garðarsbraut 27, 31, 33, 35a og 35b og Árholt.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 25. fundur - 19.02.2018
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 49,1 m² viðbyggingu við einbýlishúsið að Brávöllum 11 á Húsavík. Teikning er unnin af Erni Sigurðssyni tæknifræðingi. Meðfylgjandi umsókn er undirritað samþykki nágranna sem gera ekki athugasemdir við fyrirhugaða byggingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur grenndarkynningu fullnægjandi og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita umsækjanda byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.