Kiwanisklúbburinn Skjálfandi óskar eftir umsögn um staðsetningu auglýsingaskiltis.
Málsnúmer 201712034
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 23. fundur - 13.12.2017
Óskað er eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar um auglýsingaskilti á Húsavík sem Skjálfandi hefur hug á að setja upp. Skiltið yrði 2-2,4 m² að flatarmáli.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 27. fundur - 17.04.2018
Óskað er umsagnar um skilti sem fyrirhugað er að setja upp á þaki verbúðanna. Um er að ræða LED ljósaskilti þar sem ætlunin er að birta tilkynningar og auglýsingar. Stærð skiltis um 140x240 cm. Fyrir liggja skissur af útliti og staðsetningum.
Skipulags- og umhverfisnefnd hugnast ekki staðsetning svo stórs skjás á þaki verbúðar og leggst því gegn erindinu.