Breyting á deiliskipulagi Rifóss.
Málsnúmer 201712046
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 23. fundur - 13.12.2017
Rifós hf óskar heimildar til að gera tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir kvíaeldisstöð Rifóss að Lóni Í Kelduhverfi. Vilji stendur til að fjölga eldiskerjum utanhúss. Ekki er þó gert ráð fyrir framleiðslu umfram fyrirliggjandi heimildir heldur er beiðnin tilkomin vegna breyttra áherslna í framleiðslunni.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í hugmyndir að breytingum deiliskipulags og gerir ekki athugasemdir við að Rifós láti vinna tillögu að skipulagsbreytingum til að leggja fyrir nefndina.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 24. fundur - 09.01.2018
Rifós hf óskar eftir að tekin verði til umfjöllunar tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss að Lóni í Kelduhverfi. Tillagan er sett fram á einu blaði þar sem breytingin er sýnd á uppdrætti auk þess sem greinargerð og umhverfisskýrsla eru felld inn á uppdrátt. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun lóðar seiðaeldisstöðvar, stærri byggingarreitum og auknum byggingarrétti fyrir fiskeldisker í landi. Gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir nýja seiðaeldisstöð og skilgreindir skilmálar fyrir þá byggingu. Skilgreint er nýtt svæði undir eldiskvíar um 250 m vestan núverandi seiðastöðvar.
Gert er ráð fyrir að uppbygging skv. breytingu deiliskipulags falli innan gildandi starfsleyfis sem gildir til ársins 2027. Skipulagstillagan er sögð unnin í samráði við landeigendur.
Gert er ráð fyrir að uppbygging skv. breytingu deiliskipulags falli innan gildandi starfsleyfis sem gildir til ársins 2027. Skipulagstillagan er sögð unnin í samráði við landeigendur.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn Norðurþings - 77. fundur - 16.01.2018
Á 24. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Til máls tók; Sif.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 26. fundur - 13.03.2018
Nú er lokið kynningu á breytingu deiliskipulags fyrir fiskeldi Rifóss að Lóni í Kelduhverfi. Umsagnir/athugasemdir bárust frá þremur aðilum:
1. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 12. febrúar að ekki væru gerðar athugasemdir við breytingartillöguna.
2. Minjastofnun Íslands kom fram athugasemdum í bréfi dags. 12. mars. Innan stækkunar skipulagssvæðis lenda fornminjar sem fram koma í fornleifaskráningu Kelduhverfis. Auk þess fann minjavörður áður óskráðar minjar innan fyrra deiliskipulagssvæðis. Minjavörður sendi uppmælingar sínar og hnitsetningar minjanna. Farið er fram á að fram á að minjarnar verði færðar inn á skipulagsuppdrátt og gerð verði grein fyrir lagalegri stöðu þeirra í greinargerð.
3. Skipulagsstofnun kemur sjónarmiðum sínum á framfæri með bréfi dags. 22. febrúar. Stofnunin bendir á að við endanlega samþykkt deiliskipulagsins þurfi að liggja fyrir upplýsingar um heildargrunnvatnstöku fyrir starfsemina. Ennfremur þarf umsögn heilbrigðiseftirlits að liggja fyrir við afgreiðslu deiliskipulagsins.
1. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 12. febrúar að ekki væru gerðar athugasemdir við breytingartillöguna.
2. Minjastofnun Íslands kom fram athugasemdum í bréfi dags. 12. mars. Innan stækkunar skipulagssvæðis lenda fornminjar sem fram koma í fornleifaskráningu Kelduhverfis. Auk þess fann minjavörður áður óskráðar minjar innan fyrra deiliskipulagssvæðis. Minjavörður sendi uppmælingar sínar og hnitsetningar minjanna. Farið er fram á að fram á að minjarnar verði færðar inn á skipulagsuppdrátt og gerð verði grein fyrir lagalegri stöðu þeirra í greinargerð.
3. Skipulagsstofnun kemur sjónarmiðum sínum á framfæri með bréfi dags. 22. febrúar. Stofnunin bendir á að við endanlega samþykkt deiliskipulagsins þurfi að liggja fyrir upplýsingar um heildargrunnvatnstöku fyrir starfsemina. Ennfremur þarf umsögn heilbrigðiseftirlits að liggja fyrir við afgreiðslu deiliskipulagsins.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar framkomnar athugasemdir og ábendingar.
Nefndin felur skipulagsráðgjafa að færa inn fornminjar skv. tillögum Minjastofnunar og gera grein fyrir lagalegri stöðu þeirra í greinargerð.
Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar fer nefndin fram á að tilgreint verði í greinargerð deiliskipulagsins að vatnstaka umfram 300 l/s sé ávallt matsskyld.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem að ofan eru taldar.
Nefndin felur skipulagsráðgjafa að færa inn fornminjar skv. tillögum Minjastofnunar og gera grein fyrir lagalegri stöðu þeirra í greinargerð.
Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar fer nefndin fram á að tilgreint verði í greinargerð deiliskipulagsins að vatnstaka umfram 300 l/s sé ávallt matsskyld.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem að ofan eru taldar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 79. fundur - 20.03.2018
Á 26. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar framkomnar athugasemdir og ábendingar.
Nefndin felur skipulagsráðgjafa að færa inn fornminjar skv. tillögum Minjastofnunar og gera grein fyrir lagalegri stöðu þeirra í greinargerð.
Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar fer nefndin fram á að tilgreint verði í greinargerð deiliskipulagsins að vatnstaka umfram 300 l/s sé ávallt matsskyld.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem að ofan eru taldar.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar framkomnar athugasemdir og ábendingar.
Nefndin felur skipulagsráðgjafa að færa inn fornminjar skv. tillögum Minjastofnunar og gera grein fyrir lagalegri stöðu þeirra í greinargerð.
Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar fer nefndin fram á að tilgreint verði í greinargerð deiliskipulagsins að vatnstaka umfram 300 l/s sé ávallt matsskyld.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem að ofan eru taldar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.