Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Breyting á deiliskipulagi Rifóss.
Málsnúmer 201712046Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu á breytingu deiliskipulags fyrir fiskeldi Rifóss að Lóni í Kelduhverfi. Umsagnir/athugasemdir bárust frá þremur aðilum:
1. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 12. febrúar að ekki væru gerðar athugasemdir við breytingartillöguna.
2. Minjastofnun Íslands kom fram athugasemdum í bréfi dags. 12. mars. Innan stækkunar skipulagssvæðis lenda fornminjar sem fram koma í fornleifaskráningu Kelduhverfis. Auk þess fann minjavörður áður óskráðar minjar innan fyrra deiliskipulagssvæðis. Minjavörður sendi uppmælingar sínar og hnitsetningar minjanna. Farið er fram á að fram á að minjarnar verði færðar inn á skipulagsuppdrátt og gerð verði grein fyrir lagalegri stöðu þeirra í greinargerð.
3. Skipulagsstofnun kemur sjónarmiðum sínum á framfæri með bréfi dags. 22. febrúar. Stofnunin bendir á að við endanlega samþykkt deiliskipulagsins þurfi að liggja fyrir upplýsingar um heildargrunnvatnstöku fyrir starfsemina. Ennfremur þarf umsögn heilbrigðiseftirlits að liggja fyrir við afgreiðslu deiliskipulagsins.
1. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 12. febrúar að ekki væru gerðar athugasemdir við breytingartillöguna.
2. Minjastofnun Íslands kom fram athugasemdum í bréfi dags. 12. mars. Innan stækkunar skipulagssvæðis lenda fornminjar sem fram koma í fornleifaskráningu Kelduhverfis. Auk þess fann minjavörður áður óskráðar minjar innan fyrra deiliskipulagssvæðis. Minjavörður sendi uppmælingar sínar og hnitsetningar minjanna. Farið er fram á að fram á að minjarnar verði færðar inn á skipulagsuppdrátt og gerð verði grein fyrir lagalegri stöðu þeirra í greinargerð.
3. Skipulagsstofnun kemur sjónarmiðum sínum á framfæri með bréfi dags. 22. febrúar. Stofnunin bendir á að við endanlega samþykkt deiliskipulagsins þurfi að liggja fyrir upplýsingar um heildargrunnvatnstöku fyrir starfsemina. Ennfremur þarf umsögn heilbrigðiseftirlits að liggja fyrir við afgreiðslu deiliskipulagsins.
2.Aðgengi að íþróttavelli og tjaldstæði á Húsavík
Málsnúmer 201606068Vakta málsnúmer
Framkvæmdanefnd ítrekar fyrri beiðni um að sett verði í gang skipulagsferli vegna vegtenginga við íþróttavelli og tjaldstæði. Upphaflega var horft til tenginga um Auðbrekku, en nú er lögð á það áhersla að einnig verði aðrar mögulegar vegtengingar skoðaðar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti stöðu á skipulagsvinnu þar sem horft verði til vegtengingar að tjaldstæði norðan við núverandi tengingu við þjóðveg nr. 85.
3.Virkjun vindorku á Íslandi. Stefnumótunar-og leiðbeiningarrit Landverndar
Málsnúmer 201802143Vakta málsnúmer
Landvernd hefur sent sveitarfélögum ritið "Virkjun vindorku á Íslandi" sem inniheldur hugmyndir félagasamtakanna að stefnumótun um vindorkuvirkjanir.
Lagt fram til kynningar.
4.Hugmynd um stofnun Þjóðgarðs á Melrakkasléttu
Málsnúmer 201802121Vakta málsnúmer
Jón Hjartarson viðrar í bréfi sínu dags. 18. febrúar hugmyndir að stofnun "heimskautaþjóðgarðs" á Melrakkasléttu. Hann telur Melrakkasléttu einstaka hvað varðar náttúrufar í víðasta skilningi, jarðfræði, gróður, dýralíf, sögu ofl. Jafnframt liggur heimskautsbaugurinn skammt útifyrir Hraunhafnartanga. Miðstöð þjóðgarðsins yrði á Raufarhöfn þar sem yrði aðsetur þjóðgarðsvarðar og fræðslusetur. Stofnun þjóðgarðsins yrði þáttur í því að styrkja mannlíf og byggð á svæðinu. Telur Jón að frekara frumkvæði að stofnun þjóðgarðs yrði að koma frá heimamönnum.
Skipulags- og umhverfisnefnd minnir á að Norðurþing á lítið land á Sléttu og mestallt land þar í einkaeign. Nefndin leggur til að umræða um stofnun þjóðgarðs verði tekin við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings sem horft er til að verði á komandi kjörtímabili.
5.Ákvörðun Skipulagsstofnunar um klakfiskastöð að Sigtúnum í Öxarfirði
Málsnúmer 201802120Vakta málsnúmer
Með tölvupósti dags. 20. febrúar s.l. tilkynnti Skipulagsstofnun Norðurþingi þá ákvörðun sína að klakfiskastöð Íslandsbleikju að Sigtúnum skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Kærufrestur er til 23. mars.
Lagt fram.
6.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Bjarnabúð, Garðarsbraut 12
Málsnúmer 201802119Vakta málsnúmer
Óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi til sölu gistingar í annari íbúð jarðhæðar að Garðarsbraut 12.
Skipulags- og umhverfisnefnd veitir jákvæða umsögn um veitingu rekstarleyfis til sölu gistingar í íbúðinni, enda húsið innan svæðis fyrir þjónustubyggingar.
7.Ósk um stækkun lóðar að Langholti í landi Þverár, Reykjahverfi
Málsnúmer 201802118Vakta málsnúmer
Tryggvi Óskarsson óskar eftir samþykki fyrir stækkun lóðar undir veiðihús að Langholti í landi Þverár (lnr. 224.654). Núverandi lóð er skráð 900 m². Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarblað sem sýnir 1.200 m² lóð. Ennfremur er óskað eftir samþykki fyrir því að lóðinni verði skipt út úr jörðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt. Jafnframt leggur nefndin til að sveitarstjórn samþykki útskipti lóðarinnar úr jörðinni.
8.Framkvæmda- og þjónustufulltrúi óskar leyfis skipulags- og umhverfisnefndar varðandi uppsetningu vatnsrennibrautar við Sundlaug Húsavíkur.
Málsnúmer 201712119Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að setja upp nýja vatnsrennibraut á lóð sundlaugar Húsavíkur. Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um erindið á fundi sínum 9. janúar og fól þá skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið. Grenndarkynningu er nú lokið og engar athugasemdir bárust.
Í ljósi þess að engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd uppsetningu rennibrautarinnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnunargögn. Nefndin leggur þó til að rennibrautinni verði snúið lítillega til að bæta útsýni að henni frá heitum pottum. Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
9.Breytingar á mannvirkjalögum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201803014Vakta málsnúmer
Samband Íslenskra Sveitarfélaga hefur sent minnisblað á sveitarfélögin vegna frumvarps til breytinga á Mannvirkjalögum. Þar eru viðraðar tillögur að mildun krafna um faggildingu í byggingareftirliti. Telja má verulegar líkur á að víðtæk faggildingarkrafa frá og með næstu áramótum muni þýða umtalsvert aukin útgjöld bæði fyrir byggingaraðila og sveitarfélög.
Skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings tekur undir varnaðarorð Sambandsins. Nefndin telur líkur á að faggildingarkrafa núverandi mannvirkjalaga muni auka kostnað við byggingareftirlit sem muni auka byggingarkostnað frá því sem nú er. Sérstaklega má ætla að áhrifin verði mikil í dreifðum byggðum þar sem fjarlægð til faggiltra skoðunarstofa er meiri en í þéttbýli. Eins og staðan er nú, eru fá, ef nokkur, embætti byggingarfulltrúa að afla sér faggildingar. Því eru líkur til þess að yfirferð uppdrátta og úttektir færist að mestu frá sveitarfélögunum yfir á faggiltar skoðunarstofur að óbreyttum lögum.
Nefndin telur rétt fella niður faggildingarkröfuna eða ella miða hana við tiltekna stærð og vandastig mannvirkjagerðar. Þannig verði byggingarfulltrúum sveitarfélaga gert kleift að sinna hefðbundnu eftirliti sínu, a.m.k. vegna minni framkvæmda, án aðstoðar faggiltrar skoðunarstofu. Ef ekki verður dregið úr faggildingarkröfum í lögum eru líkur til þess að fljótlega eftir næstu áramót skapist ófremdarástand vegna yfirferða séruppdrátta og úttekta enda ósennilegt að áformaðar markaðslausnir muni mæta þeirri eftirspurn sem vissulega mun verða. Í þeirri fákeppni sem mun skapast komi faggildingarkrafan inn af fullum þunga um áramót mun eftirlitskostnaður að líkindum hækka umtalsvert, þvert ofan í umræður um lækkun byggingarkostnaðar.
Nefndin telur rétt fella niður faggildingarkröfuna eða ella miða hana við tiltekna stærð og vandastig mannvirkjagerðar. Þannig verði byggingarfulltrúum sveitarfélaga gert kleift að sinna hefðbundnu eftirliti sínu, a.m.k. vegna minni framkvæmda, án aðstoðar faggiltrar skoðunarstofu. Ef ekki verður dregið úr faggildingarkröfum í lögum eru líkur til þess að fljótlega eftir næstu áramót skapist ófremdarástand vegna yfirferða séruppdrátta og úttekta enda ósennilegt að áformaðar markaðslausnir muni mæta þeirri eftirspurn sem vissulega mun verða. Í þeirri fákeppni sem mun skapast komi faggildingarkrafan inn af fullum þunga um áramót mun eftirlitskostnaður að líkindum hækka umtalsvert, þvert ofan í umræður um lækkun byggingarkostnaðar.
10.Flóki ehf. sækir um stækkun lóðar að Hafnarstétt 21
Málsnúmer 201802106Vakta málsnúmer
Flóki ehf sækir um stækkun lóðar sinnar að Hafnarstétt 21 þannig að lóðin nái 7 m framfyrir núverandi byggingarlínu húss í stað þeirra 4 m sem gilda skv. lóðarleigusamningi. Fyrir liggur jákvæð umsögn Hafnanefndar frá fundi 7. mars s.l.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkun verði samþykkt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að útbúa lóðarleigusamning.
11.Flóki ehf. sækir um leyfi til að byggja stærri svalir en áður var gefið leyfi fyrir að Hafnarstétt 21
Málsnúmer 201802105Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að byggja svalir að 6 m frá núverandi útvegg Hafnarstéttar 21. Fyrir liggur teikning af fyrirhuguðum svölum auk stiga frá þeim niður á Hafnarstétt. Fyrir liggur jákvæð umsögn Hafnanefndar frá fundi 7. mars s.l. Enn fremur liggja fyrir undirritaðar yfirlýsingar frá aðliggjandi lóðarhöfum um að þeir geri ekki athugasemdir við framkvæmdina.
Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir svölunum þegar fullnægjandi hönnunargögnum hefur verið skilað.
12.Guðmundur Örn Benediktsson óskar eftir leyfi til að setja upp tímabundna sýningu á fjörureka á sjávarbökkunum norðan Kópaskers.
Málsnúmer 201803050Vakta málsnúmer
Guðmundur Örn Benediktsson óskar eftir samþykki Skipulags- og umhverfisnefndar fyrir því að setja upp tímabundna sýningu á uppstillingum byggðum úr fjörureka á sjávarbökkum norðan byggðar á Kópaskeri. Sýningunni er nánar lýst í texta.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu sýningarinnar skv. lýsingu.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Nefndin felur skipulagsráðgjafa að færa inn fornminjar skv. tillögum Minjastofnunar og gera grein fyrir lagalegri stöðu þeirra í greinargerð.
Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar fer nefndin fram á að tilgreint verði í greinargerð deiliskipulagsins að vatnstaka umfram 300 l/s sé ávallt matsskyld.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem að ofan eru taldar.