Fara í efni

Flóki ehf. sækir um stækkun lóðar að Hafnarstétt 21

Málsnúmer 201802106

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 25. fundur - 19.02.2018

Óskað er eftir því að lóðin vestan við Hafnarstétt 21 (Uggahús) verði stækkuð þannig að hún nái 7 m til vesturs frá húsi í stað þeirra 4 metra sem deiliskipulag og lóðarsamningur gerir ráð fyrir.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar umsagnar hafnanefndar Norðurþings áður en erindi er svarað.

Hafnanefnd - 22. fundur - 07.03.2018

Erindið var tekið fyrir á 25. fundi skipulags- og umhverfisnefndar sem óskar umsagnar hafnanefndar um erindið.
Hafnanefnd tekur jákvætt í erindið.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 26. fundur - 13.03.2018

Flóki ehf sækir um stækkun lóðar sinnar að Hafnarstétt 21 þannig að lóðin nái 7 m framfyrir núverandi byggingarlínu húss í stað þeirra 4 m sem gilda skv. lóðarleigusamningi. Fyrir liggur jákvæð umsögn Hafnanefndar frá fundi 7. mars s.l.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkun verði samþykkt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að útbúa lóðarleigusamning.

Sveitarstjórn Norðurþings - 79. fundur - 20.03.2018

Á 26. fundi skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkun verði samþykkt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að útbúa lóðarleigusamning.


Á 22. fundi hafnanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Hafnanefnd tekur jákvætt í erindið.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.