Hafnanefnd
Dagskrá
1.Ósk um rafmagnshleðslustöð fyrir skip við Húsavíkurhöfn
Málsnúmer 201802075Vakta málsnúmer
Norðursigling óskar eftir því að rafmagnstengingar verði efldar á miðhafnarsvæðinu svo unnt sé að hlaða þau skip sem fengið hafa ramfmagnsbúnað og sigla á rafmagsmótor að hluta eða öllu leiti.
2.Skýrsla um móttöku skemmtiferðaskipa.
Málsnúmer 201802111Vakta málsnúmer
Til kynningar.
Viðtalsrannsókn um móttöku skemmtiferðaskipa - niðurstöðuskýrsla
Viðtalsrannsókn um móttöku skemmtiferðaskipa - niðurstöðuskýrsla
Lagt fram til kynningar.
Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann skýrslu um móttöku skemmtiferðaskipa á Norðurlandi.
Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að boða til sameiginlegs fundar með ferðaþjónustuaðilum og hafnanefnd. Það er mikilvægt að nýta þann vöxt sem er í komum skemmtiferðaskipa bæði til Húsavíkur og Raufarhafnar. Hagsmunaaðilar og hafnaryfirvöld þurfa að taka höndnum saman um að setja fram markmið, stefnu og regluverk um heimsóknir skemmtiferðaskipa og þjónustu við farþega þeirra í landi. Skýra þarf hverjir koma að málinu og hver gegnir hvaða hlutverki varðandi komur skemmtiferðaskipa.
Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann skýrslu um móttöku skemmtiferðaskipa á Norðurlandi.
Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að boða til sameiginlegs fundar með ferðaþjónustuaðilum og hafnanefnd. Það er mikilvægt að nýta þann vöxt sem er í komum skemmtiferðaskipa bæði til Húsavíkur og Raufarhafnar. Hagsmunaaðilar og hafnaryfirvöld þurfa að taka höndnum saman um að setja fram markmið, stefnu og regluverk um heimsóknir skemmtiferðaskipa og þjónustu við farþega þeirra í landi. Skýra þarf hverjir koma að málinu og hver gegnir hvaða hlutverki varðandi komur skemmtiferðaskipa.
3.Skýrsla hafna Norðurþings 2017
Málsnúmer 201802113Vakta málsnúmer
Skýrsla hafna Norðurþings fyrir árið 2017
Skýrsla hafna 2017 lögð fram til kynningar.
4.Flóki ehf. sækir um leyfi til að byggja stærri svalir en áður var gefið leyfi fyrir að Hafnarstétt 21
Málsnúmer 201802105Vakta málsnúmer
Erindið var tekið fyrir á 25. fundi skipulags- og umhverfisnefndar sem óskar umsagnar hafnanefndar um erindið.
Hafnanefnd tekur jákvætt í erindið.
5.Flóki ehf. sækir um stækkun lóðar að Hafnarstétt 21
Málsnúmer 201802106Vakta málsnúmer
Erindið var tekið fyrir á 25. fundi skipulags- og umhverfisnefndar sem óskar umsagnar hafnanefndar um erindið.
Hafnanefnd tekur jákvætt í erindið.
6.Málefni hafna Norðurþings
Málsnúmer 201606104Vakta málsnúmer
Aðstöðumál hafnar
Hafnanefnd samþykkir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði á hafnarsvæðinu undir starfsemi hafnarinnar.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Raforka verði þó afgreidd venju samkvæmt út af hefðbundnum tenglum eins og annarstaðar á hafnarsvæðinu.
Gerð er þó krafa að Norðursigling skili inn afláætlunum áður en ákvörðun um uppbyggingu slíkra tenginga verður tekin.