Fara í efni

Ósk um rafmagnshleðslustöð fyrir skip við Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 201802075

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 22. fundur - 07.03.2018

Norðursigling óskar eftir því að rafmagnstengingar verði efldar á miðhafnarsvæðinu svo unnt sé að hlaða þau skip sem fengið hafa ramfmagnsbúnað og sigla á rafmagsmótor að hluta eða öllu leiti.
Hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og felur rekstrarstjóra hafna að skoða, með eigendum rafdreifikerfisins hvaða möguleikar séu vænlegastir til að efla rafmagnstengingar á hafnarsvæðinu.
Raforka verði þó afgreidd venju samkvæmt út af hefðbundnum tenglum eins og annarstaðar á hafnarsvæðinu.
Gerð er þó krafa að Norðursigling skili inn afláætlunum áður en ákvörðun um uppbyggingu slíkra tenginga verður tekin.

Hafnanefnd - 23. fundur - 23.04.2018

Norðusigling óskar eftir eflingu raforkukerfis við Húsavíkurhöfn til að anna hleðslu rafmagnsbáta fyrirtækisisns.


Hafnanefnd samþykkir að fara í verkefnið með fyrivara um fjármögnun og óskar eftir aukafjárveitingu frá byggðarráði að upphæð 12 milljónum króna.

Byggðarráð Norðurþings - 250. fundur - 27.04.2018

Á 23. fundi hafnanefndar þann 23. apríl s.l. var tekið fyrir erindi frá Norðursiglingu hf. varðandi rafmagnshleðslustöð við Húsavíkurhöfn, á fundinum var bókað; Hafnanefnd samþykkir að fara í verkefnið með fyrirvara um fjármögnun og óskar eftir aukafjárveitingu frá byggðarráði að upphæð 12 milljónum króna.

Byggðarráð hafnar beiðni um aukafjárveitingu til verkefnisins að svo stöddu. Byggðarráði líst hins vegar vel á verkefnið og hvetur hafnanefnd til að gera ráð fyrir því í næstu fjárhagsáætlun.