Endurmenntun starfsmanna OH
Málsnúmer 201801020
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 172. fundur - 09.01.2018
Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við Veitur, ætlar að bjóða upp á endurmenntunarnámskeið sem er sniðið að þörfum starfsmanna vatns- og fráveitna. Um er að ræða fjárfestingu til framtíðar fyrir félag eins og OH og gæti verið mjög skynsamlegt að nýta tækifærið til þess að auka menntun og hæfni starfsmanna.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur er mjög hlynnt þeirri stefnu að mennta starfsmenn veitunnar eins og kostur er og hvetur starfsmenn sína til þess að nýta sér þau námskeið sem eru í boði hverju sinni.