Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

172. fundur 09. janúar 2018 kl. 14:00 - 16:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Ingvar Garðarsson og Ragnar Sær Ragnarsson frá Varmaorku sátu fundinn undir fundarlið nr. 6.

1.Endurnýjun trygginga Orkuveitunnar hjá Sjóvá.

Málsnúmer 201711010Vakta málsnúmer

Í lok síðasta árs var óskað tilboða í tryggingar Orkuveitu Húsavíkur hjá annars vegar Sjóvá, sem er núverandi tryggingafélag OH og hins vegar VÍS sem er tryggingafélag Norðurþings. Tilboð skiluðu sér frá báðum tryggingafélögum og reyndust þau sambærileg m.t.t. kostnaðar, en byggt á þeim var tekin ákvörðun um að halda tryggingum OH áfram hjá Sjóvá.
Stjórn OH ákveður að halda áfram viðskiptum við tryggingafélagið Sjóvá.

2.Endurmenntun starfsmanna OH

Málsnúmer 201801020Vakta málsnúmer

Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við Veitur, ætlar að bjóða upp á endurmenntunarnámskeið sem er sniðið að þörfum starfsmanna vatns- og fráveitna. Um er að ræða fjárfestingu til framtíðar fyrir félag eins og OH og gæti verið mjög skynsamlegt að nýta tækifærið til þess að auka menntun og hæfni starfsmanna.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur er mjög hlynnt þeirri stefnu að mennta starfsmenn veitunnar eins og kostur er og hvetur starfsmenn sína til þess að nýta sér þau námskeið sem eru í boði hverju sinni.

3.Starfsmannafélag OH - Söfnunarreikningur

Málsnúmer 201801015Vakta málsnúmer

Starfsmenn Orkuveitu Húsavíkur óska eftir að stofnaður verði söfnunarreikningur fyrir starfsmannafélag OH sem Orkuveita Húsavíkur haldi utan um og sé prókúruhafi. Undirskrift stjórnarmanna þarf á umsókn til bankans um stofnun reikningsins.
Stjórn samþykkir stofnun innlánsreiknings vegna starfsmannafélags OH.

4.Styrkveitingar OH 2018

Málsnúmer 201801016Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík hefur lagt fram styrkbeiðni til kaupa á dróna með hitamyndavél og til stendur að nota við leit og björgun. Ekki var farið fram á ákveðna upphæð í þessu samhengi, en innkaupsverð drónans sem um ræðir er 2,7 milljónir króna.

Fjöldi styrkbeiðna sem kemur inn á borð til Orkuveitu Húsavíkur er töluverður og koma þessar beiðnir frá félagasamtökum allstaðar að af landinu. Nauðsynlegt er að leggja skírar línur varðandi stefnu OH í þessum málum og þá helst m.t.t. eftirfarandi:
- Styrkir út fyrir nærsamfélagið.
- Auglýsingar í fjölmiðlum (t.d. umfjöllun um orkumál, jólakveðjur og styrktarlínur).
- Auglýsingar til íþróttafélaga sem þegar njóta styrkja í öðru formi.
- Styrkir til nærsamfélags.
- Takmörk einstakra styrkupphæða og heildarupphæð.
Stjórn OH felur framkvæmdastjóra að vinna að gerð vinnureglna um styrkveitingar í samráði við sveitarstjóra Norðurþings.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur tekur vel í styrkveitingu til björngunarsveitarinnar Garðars, en ákvörðun um styrkupphæð verður ákveðin þegar ofangreindri vinnu er lokið.

5.Verksamningur á milli Orkuveitu Húsavíkur og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf.

Málsnúmer 201711157Vakta málsnúmer

Í lok síðasta árs var samið við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um borun eftir vatni á lóð Grunnskólans á Raufarhöfn. Markmiðið var að bora 150 m djúpa holu í þeirri von að finna vatn í nýtanlegu magni og við nýtanlegt hitastig fyrir varmadælur við skóla, sundlaug og íþróttahús á staðnum. Í stuttu máli gekk verkið vonum framar og árangurinn var langt umfram væntingar. Boranir stóðu yfir í viku og niðurstaðan var sú að holan gefur væntingar um ca. 25 l/s af 7-10°C heitu vatni. Dæluprófanir eiga eftir að fara fram til þess að staðfesta niðurstöðuna.
Framkvæmdastjóri fór yfir borverkefnið á Raufarhöfn.

6.Kalin raforkustoð OH

Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer

Félagið Varmaorka ehf í eigu fjárfestingafélagsins Centra Corporate Finance hefur sýnt áhuga á að koma að uppbyggingu orkustöðvarinnar á Húsavík. Varmaorka ehf er í samstarfi við sænska fyrirtækið Climeon AB varðandi þann búnað sem settur yrði upp í stöðinni til raforkuframleiðslu úr lághita. Framkvæmdastjóri OH hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Varmaorku og eins hafa þeir komið norður til þess að skoða aðstöðuna og fara yfir helstu mál þessu tengt.
Ingvar Garðarsson, stjórnarformaður Varmaorku ehf kynnir áætlanir félagsins um raforkuframleiðslu á Húsavík.
Ingvar Garðarsson og Ragnar Sær Ragnarsson frá Varmaorku kynntu fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur, hugmyndir félagsins um uppbyggingu og rekstur orkustöðvarinnar á Húsavík.

Fundi slitið - kl. 16:45.