Kalina raforkustoð OH
Málsnúmer 201604013
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 149. fundur - 07.04.2016
Fyrir stjórn liggur erindi frá Stephen Morris fyrir hönd Kalina Power, áður Global Geothermal, um enduruppbyggingu orkustöðvarinnar á Húsavík.
Inn á fundinn kom símleiðis, Stephen Morris og kynnti bakgrunn verkefnisins og hugleiðingar um framhaldið. Stjórn lýsir vilja sínum um að skoða verkefnið frekar og kanna hvort fyrri samningur geti verið grunnur að nýjum samningi um verkefnið. Pétri falið að ræða við lögfræðing OH um að kynna þann samning fyrir stjórn.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 150. fundur - 26.04.2016
Fyrir stjórn liggur minnisblað frá Eiríki S. Svavarssyni löggræðingi varðandi viðræður um hugsanlegar endurbætur á Kalina raforkustöðinni á Húsavík
Lagt fram kynningar
Stjórn felur Pétri Vopna að vinna málið áfram á svipuðum nótum og fram kemur í minnisblaðinu.
Stjórn felur Pétri Vopna að vinna málið áfram á svipuðum nótum og fram kemur í minnisblaðinu.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 152. fundur - 30.05.2016
Pétur Vopni fór yfir stöðu mála varðandi verefnið að koma Kalina raforkustöðinni af stað.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 156. fundur - 01.12.2016
Drög að tilboði lögð fyrir stjórn til kynningar.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 162. fundur - 15.03.2017
Í ljósi fyrirsjáanlegra breytinga á raforkumarkaði í nánustu framtíð og einnig vegna þekktra lausna við raforkuframleiðslu með lághita, er vert fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur að skoða þann möguleika að félagið standi að uppbyggingu orkustöðvarinnar í stað þess að úthýsa því verkefni.
Gunnar Tryggvason hjá KPMG mun hringja inn á stjórnarfund og fara yfir stöðuna varðandi þann möguleika.
Gunnar Tryggvason hjá KPMG mun hringja inn á stjórnarfund og fara yfir stöðuna varðandi þann möguleika.
Gunnar Tryggvason hjá KPMG fór yfir hugsanlega möguleika sem í boði eru til þess að koma orkustöðinni á Húsavík í rekstur aftur.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 163. fundur - 26.04.2017
Fyrir stjórn OH liggur að leggja línur varðandi það hvaða leið menn vilja fara við samningagerð í tengslum við orkustöðina og mögulega raforkuframleiðslu þar að nýju.
Stjórn OH samþykkir að ráða ráðgjafa til þess að safna saman gögnum um orkustöðina til kynningar fyrir hugsanlega samstarfsaðila um rekstur orkustöðvarinnar.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 167. fundur - 27.06.2017
Ragnar Ásmundsson frá Varmalausnum - Heat RD á Akureyri kynnir fyrir stjórn OH þær hugmyndir og þá samstarfsaðila sem eru innanborðs varðandi verkefnið að koma orkustöðinni í gang aftur.
Ragnar Ásmundsson frá Varmalausnum kynnti áform þeirra í samstarfi við Aqylon varðandi uppbyggingu orkustöðvarinnar á Húsavík.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 169. fundur - 08.09.2017
Eiríkur S. Svavarsson lögmaður OH var fenginn til þess að skoða hvaða möguleikar væru fyrir hendi varðandi val á mögulegum "samstarfsaðila" til þess að koma orkustöðinni í gang aftur og reka hana.
Álitsgerðin liggur fyrir og þar kemur fram hvaða þætti þarf að hafa í huga við samningsgerð þegar þar að kemur.
Nokkur fjöldi aðila hefur sýnt stöðinni áhuga og fyrir liggur að skýra það ferli sem fyrirliggjandi er varðandi mat og síðan val á þeim aðila sem kemur til með að reka stöðina.
Álitsgerðin liggur fyrir og þar kemur fram hvaða þætti þarf að hafa í huga við samningsgerð þegar þar að kemur.
Nokkur fjöldi aðila hefur sýnt stöðinni áhuga og fyrir liggur að skýra það ferli sem fyrirliggjandi er varðandi mat og síðan val á þeim aðila sem kemur til með að reka stöðina.
Samþykkt að gera lýsingu á verkefninu m.t.t. aðstöðu, búnaðar og auðlinda sem um ræðir.
Lagt fyrir stjórn þegar þeirri vinnu lýkur og þá tekin afstaða til þess hvaða leið verður farin við samningsgerð.
Lagt fyrir stjórn þegar þeirri vinnu lýkur og þá tekin afstaða til þess hvaða leið verður farin við samningsgerð.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 172. fundur - 09.01.2018
Félagið Varmaorka ehf í eigu fjárfestingafélagsins Centra Corporate Finance hefur sýnt áhuga á að koma að uppbyggingu orkustöðvarinnar á Húsavík. Varmaorka ehf er í samstarfi við sænska fyrirtækið Climeon AB varðandi þann búnað sem settur yrði upp í stöðinni til raforkuframleiðslu úr lághita. Framkvæmdastjóri OH hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Varmaorku og eins hafa þeir komið norður til þess að skoða aðstöðuna og fara yfir helstu mál þessu tengt.
Ingvar Garðarsson, stjórnarformaður Varmaorku ehf kynnir áætlanir félagsins um raforkuframleiðslu á Húsavík.
Ingvar Garðarsson, stjórnarformaður Varmaorku ehf kynnir áætlanir félagsins um raforkuframleiðslu á Húsavík.
Ingvar Garðarsson og Ragnar Sær Ragnarsson frá Varmaorku kynntu fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur, hugmyndir félagsins um uppbyggingu og rekstur orkustöðvarinnar á Húsavík.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 173. fundur - 09.02.2018
Eiríkur S. Svavarssyni kynnir helstu vinkla sem taka þarf tillit til áður en gengið verður til samninga varðandi raforkuframleiðslu í Hrísmóum 1.
Í raun er unnt að gera þetta eftir nokkrum leiðum, en mikilvægast er að tryggja gagnsæi og jafnræði meðal áhugasamra aðila. Ein leið er að ákveða að senda öllum þeim sem hafa nú þegar sýnt áhuga, erindi og gefa þeim kost á að bjóða fram tillögur sínar á grundvelli nokkurra fárra skilmála eða lýsinga af hálfu OH. Hægt að kalla það útboðslýsingu. Önnur leið er að velja áhugasömustu aðilana, hugsanlega 3-4 og gefa þeim kost á hinu sama. Þriðja leiðin er svo að kynna þetta sérstaklega t.d. með viðtali í blöðum (t.d. viðskiptablaðinu) og láta vita af tímafresti og fá alla sem að vilja koma að borðinu. Spurningunni um útboðsskyldu hefur verið svarað í álitsgerð til stjórnar á síðasta ári og rétt að hafa hana til hliðsjónar við ákvörðunartöku í málinu.
Í raun er unnt að gera þetta eftir nokkrum leiðum, en mikilvægast er að tryggja gagnsæi og jafnræði meðal áhugasamra aðila. Ein leið er að ákveða að senda öllum þeim sem hafa nú þegar sýnt áhuga, erindi og gefa þeim kost á að bjóða fram tillögur sínar á grundvelli nokkurra fárra skilmála eða lýsinga af hálfu OH. Hægt að kalla það útboðslýsingu. Önnur leið er að velja áhugasömustu aðilana, hugsanlega 3-4 og gefa þeim kost á hinu sama. Þriðja leiðin er svo að kynna þetta sérstaklega t.d. með viðtali í blöðum (t.d. viðskiptablaðinu) og láta vita af tímafresti og fá alla sem að vilja koma að borðinu. Spurningunni um útboðsskyldu hefur verið svarað í álitsgerð til stjórnar á síðasta ári og rétt að hafa hana til hliðsjónar við ákvörðunartöku í málinu.
Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður OH fór yfir helstu atriði sem snúa að nýtingu orkstöðvar á Húsavík og hvaða leiðir séu færar fyrir OH að fara í samningamálum.
Niðurstaðan er sú að ekki sé skynsamlegt að halla sér að einhverjum einum aðila til samstarfs, heldur opna fyrir aðkomu allra aðila sem sýnt hafa málinu áhuga.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að undirbúa vinnu vegna samkeppnisviðræðna um uppbyggingu og rekstur orkustöðvar milli áhugasamra aðila.
Niðurstaðan er sú að ekki sé skynsamlegt að halla sér að einhverjum einum aðila til samstarfs, heldur opna fyrir aðkomu allra aðila sem sýnt hafa málinu áhuga.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að undirbúa vinnu vegna samkeppnisviðræðna um uppbyggingu og rekstur orkustöðvar milli áhugasamra aðila.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 183. fundur - 01.11.2018
Málefni orkustöðvar tekið inn á stjórnarfund til kynningar fyrir núverandi stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu málefna orkustöðvarinnar og þær hugmyndir sem hafa komið upp í tengslum við hana.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað um málið til kynningar fyrir eiganda Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað um málið til kynningar fyrir eiganda Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 185. fundur - 19.12.2018
Verið er að leggja lokahönd á lýsingu innviða orkustöðvar á Húsavík ásamt þeim sviðsmyndum sem mögulegt er að geti orðið ofan á við gerð samninga um aðkomu áhugasamra aðila vegna fyrirhugaðrar raforkuframleiðslu í stöðinni.
Sett hefur verið fram tímalína í verkefninu sem gerir ráð fyrir að áðurnefnd lýsing á verkefninu verði send út í janúar, áhugasömum aðilum verði gefinn frestur fram í mars til þess að senda inn áætlanir um uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og að samstarfsaðili verði valinn á vormánuðum 2019.
Sett hefur verið fram tímalína í verkefninu sem gerir ráð fyrir að áðurnefnd lýsing á verkefninu verði send út í janúar, áhugasömum aðilum verði gefinn frestur fram í mars til þess að senda inn áætlanir um uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og að samstarfsaðili verði valinn á vormánuðum 2019.
Framkvæmdastjóra falið að klára vinnu við gerð lýsingar á innviðum orkustöðvar og leggja fyrir stjórn að þeirri vinnu lokinni.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 188. fundur - 01.02.2019
Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið unnið að gerð samkeppnislýsingar vegna fyrirhugaðrar nýtingar orkustöðvar OH að Hrísmóum 1 til raforkuframleiðslu úr lágvarma.
Lýsingin er tilbúin til útgáfu, en stefnt er að því að birta hana á heimasíðu Orkuveitu Húsavíkur ásamt fylgisjölum. Að auki verða sendar tilkynningar til þeirra aðila sem nálgast hafa félagið varðandi nýtingu stöðvarinnar í áðurnefndum tilgangi.
Lagt er upp með að áhugasömum aðilum verði gefnar 12 vikur til þess að móta hugmyndir sínar að uppbyggingu og rekstri stöðvarinnar og að lokadagsetning á móttöku gagna varðandi það verði 30. apríl 2019.
Einnig að samningum við þann aðila sem valinn verður til samstarfs, verði lokið þann 1. október 2019.
Fyrir stjórn OH liggur að taka ákvörðun um framhald verkefnisins á þeim forsendum sem lagt hefur verið upp með og eins hvort fara skuli í aukaafskriftir af orkustöðinni skv. bókhaldsreglum þar um.
Lýsingin er tilbúin til útgáfu, en stefnt er að því að birta hana á heimasíðu Orkuveitu Húsavíkur ásamt fylgisjölum. Að auki verða sendar tilkynningar til þeirra aðila sem nálgast hafa félagið varðandi nýtingu stöðvarinnar í áðurnefndum tilgangi.
Lagt er upp með að áhugasömum aðilum verði gefnar 12 vikur til þess að móta hugmyndir sínar að uppbyggingu og rekstri stöðvarinnar og að lokadagsetning á móttöku gagna varðandi það verði 30. apríl 2019.
Einnig að samningum við þann aðila sem valinn verður til samstarfs, verði lokið þann 1. október 2019.
Fyrir stjórn OH liggur að taka ákvörðun um framhald verkefnisins á þeim forsendum sem lagt hefur verið upp með og eins hvort fara skuli í aukaafskriftir af orkustöðinni skv. bókhaldsreglum þar um.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur hefur farið yfir fyrirliggjandi samkeppnislýsingu vegna raforkuframleiðslu úr lághita í orkustöð OH að Hrísmóum 1 og leggur til að þessi leið verði farin.
Ljóst er að ákvörðun um að senda út samkeppnislýsinguna er stefnumarkandi.
Með vísan til samþykkta og reglna félagsins, vísar stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. ákvörðun um framhald verkefnisins til eigandans.
Varðandi aukaafskriftir, leggur stjórn OH til að orkustöðin verði afskrifuð að svo miklu leyti sem lög heimila.
Ljóst er að ákvörðun um að senda út samkeppnislýsinguna er stefnumarkandi.
Með vísan til samþykkta og reglna félagsins, vísar stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. ákvörðun um framhald verkefnisins til eigandans.
Varðandi aukaafskriftir, leggur stjórn OH til að orkustöðin verði afskrifuð að svo miklu leyti sem lög heimila.
Byggðarráð Norðurþings - 280. fundur - 07.02.2019
Á fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. þann 1. febrúar s.l. var fjallað um Kalina raforkustöð Orkuveitu Húsavíkur.
Á fundi stjórnarinnar var bókað:
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur hefur farið yfir fyrirliggjandi samkeppnislýsingu vegna raforkuframleiðslu úr lághita í orkustöð OH að Hrísmóum 1 og leggur til að þessi leið verði farin.
Ljóst er að ákvörðun um að senda út samkeppnislýsinguna er stefnumarkandi.
Með vísan til samþykkta og reglna félagsins, vísar stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. ákvörðun um framhald verkefnisins til eigandans.
Varðandi aukaafskriftir, leggur stjórn OH til að orkustöðin verði afskrifuð að svo miklu leyti sem lög heimila.
Á fundi stjórnarinnar var bókað:
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur hefur farið yfir fyrirliggjandi samkeppnislýsingu vegna raforkuframleiðslu úr lághita í orkustöð OH að Hrísmóum 1 og leggur til að þessi leið verði farin.
Ljóst er að ákvörðun um að senda út samkeppnislýsinguna er stefnumarkandi.
Með vísan til samþykkta og reglna félagsins, vísar stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. ákvörðun um framhald verkefnisins til eigandans.
Varðandi aukaafskriftir, leggur stjórn OH til að orkustöðin verði afskrifuð að svo miklu leyti sem lög heimila.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.
Sveitarstjórn Norðurþings - 89. fundur - 19.02.2019
Á fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. þann 1. febrúar s.l. var fjallað um Kalina raforkustöð Orkuveitu Húsavíkur.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.
Til máls tóku: Kristján, Bergur, Kolbrún Ada og Helena.
Sveitarstjórn Norðurþings fagnar fram komnum áformum stjórnar OH um að finna Orkustöðinni að Hrísmóum við Húsavík aftur hlutverk og samþykkir að út verði gefin samkeppnislýsing hvar óskað verði eftir tillögum frá áhugasömum aðilum um hagnýtingu á því húsnæði sem fyrir er og öðrum innviðum, til framleiðslu rafmagns. Sveitarfélagið samþykkir fyrirliggjandi samkeppnislýsingu sem er þannig úr garði gerð að áhugasömum aðilum verður veitt sem mest svigrúm til að leggja fram tillögur sínar á því með hvaða hætti stöðin yrði hagnýtt til framtíðar.
Sveitarstjórn Norðurþings fagnar fram komnum áformum stjórnar OH um að finna Orkustöðinni að Hrísmóum við Húsavík aftur hlutverk og samþykkir að út verði gefin samkeppnislýsing hvar óskað verði eftir tillögum frá áhugasömum aðilum um hagnýtingu á því húsnæði sem fyrir er og öðrum innviðum, til framleiðslu rafmagns. Sveitarfélagið samþykkir fyrirliggjandi samkeppnislýsingu sem er þannig úr garði gerð að áhugasömum aðilum verður veitt sem mest svigrúm til að leggja fram tillögur sínar á því með hvaða hætti stöðin yrði hagnýtt til framtíðar.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 189. fundur - 29.03.2019
Samkeppnislýsing orkustöðvar að Hrísmóum 1 hefur verið send áhugasömum aðilum og hafa gögn sem tengjast henni veirð sett inn á heimasíðu OH.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi samkeppnislýsingu orkustöðvar OH að Hrísmóum 1 á Húsavík.