Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

150. fundur 26. apríl 2016 kl. 14:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Pétur Vopni Sigurðsson framkv.- og þjónustufullt
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Ingibjörg Árnadóttir
  • Erna Björnsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Ósk um styrk frá OH til Lista- og menningarsjóðs Norðurþings

Málsnúmer 201604063Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur erindi frá Lista- og menningarsjóði Norðurþings þar sem óskað er eftir að Orkuveita Húsavíkur ohf. styðji áfram við sjóðinn.
Stjórn samþykkir að leggja kr 200.000,- í sjóðinn

2.Lagning ljósleiðara til Raufarhafnar

Málsnúmer 201603128Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur erindi frá Svalbarðshreppi þar sem óskað er eftir aðkomu Norðurþings að lagningu ljósleiðara sem nýst getur við tengingu Raufarhafnar við ljósleiðarakerfið.
Lagt fram til kynningar

3.Hitaveita í Kelduhverfi

Málsnúmer 201508077Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur tímasett áætlun um næstu skref varðandi kynningu á lagningu hitaveitu og ljósleiðara í Kelduhverfi.
Stefnt er að kynningarfundi í Kelduhverfi í vikunni 16-20 maí og heimsóknum til íbúa í framhaldi af því.

4.Kalina raforkustoð OH

Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur minnisblað frá Eiríki S. Svavarssyni löggræðingi varðandi viðræður um hugsanlegar endurbætur á Kalina raforkustöðinni á Húsavík
Lagt fram kynningar
Stjórn felur Pétri Vopna að vinna málið áfram á svipuðum nótum og fram kemur í minnisblaðinu.

5.Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf 2016

Málsnúmer 201604022Vakta málsnúmer

Ársreikningur var lagður fram og samþykktur af stjórn

6.Sjóböð á Húsavíkurhöfða - staða mála

Málsnúmer 201604012Vakta málsnúmer

Pétur fór yfir stöðu mála varðandi sjóðböðin

7.Aðalfundur Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf

Málsnúmer 201604160Vakta málsnúmer

Stjórn samþykkir að Erna Björnsdóttir fari með umboð Orkuveitu Húsavíkur ohf. á aðalfundi sem stefnt er að verði 10. maí nk.

Fundi slitið - kl. 15:00.