Lagning ljósleiðara til Raufarhafnar
Málsnúmer 201603128
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 172. fundur - 07.04.2016
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Svalbarðshreppi varðandi þátttöku í lagningu ljósleiðara um Svalbarðshrepp vegna hugsanlegrar nýtingar ljósleiðarans fyrir íbúa Raufarhafnar.
Sveitarstjóra falið að ræða við Svalbarðshrepp um þýðingu þess fyrir Norðurþing að taka þátt í lagningu ljósleiðarans með tilliti til framtíðaráforma um lagningu ljósleiðara til Raufarhafnar.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 150. fundur - 26.04.2016
Fyrir stjórn liggur erindi frá Svalbarðshreppi þar sem óskað er eftir aðkomu Norðurþings að lagningu ljósleiðara sem nýst getur við tengingu Raufarhafnar við ljósleiðarakerfið.
Lagt fram til kynningar
Byggðarráð Norðurþings - 176. fundur - 12.05.2016
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið hefji undirbúning að lagningu ljósleiðara frá Sveinungsvík til Raufarhafnar og felur sveitarstjóra að vinna í fjármögnun þess
Byggðarráð Norðurþings - 186. fundur - 25.08.2016
Fyrir byggðarráði liggja drög að útboði fyrir rekstur ljósleiðarans
Lagt fram til kynningar
Byggðarráð Norðurþings - 195. fundur - 03.11.2016
Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi milli Svalbarðshrepp og Norðurþings um rekstur ljósleiðara til Raufarhafnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera samning í samræmi við drögin og leggja fyrir byggðarráð til samþykktar.