Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Grundargarður 5-301 sala
Málsnúmer 201603127Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur tilboð í íbúðina Grundargarð 5-301 sem svar við gagntilboði Norðurþings
Fjármálastjóra er falið að gera gagntilboð
2.Aðalfundur Tækifæris hf. 2016
Málsnúmer 201605040Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur boð á aðalfund Tækifæris hf. sem haldinn verður þriðjudaginn 17. maí nk.
Lagt fram til kynningar
3.Áskorun til yfirvalda vegna lífríkis Mývatns og Laxár frá Veiðifélagi Mývatns
Málsnúmer 201605042Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ályktun almenns félagsfundar í Veiðifélagi Mývatns, þar sem skorað er á þartilbær yfirvöld að beita sér fyrir auknum fjárframlögum til rannsókna og aðgerða vegna síendurtekinna áfalla í lífríki Mývatns og Laxár
Lagt fram til kynningar
4.Umhverfis- og samgöngunefnd: til umsagnar 673. mál, frumvarp til laga um breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð
Málsnúmer 201605046Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um breyt. á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál.
Lagt fram til kynningar
5.Umhverfis- og samgöngunefnd:Til umsagnar 670. mál, frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.
Málsnúmer 201605048Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir), 670. mál.
Lagt fram til kynningar
6.Vinna við landsáætlun um uppbyggingu innviða - greining á uppbyggingarþörf
Málsnúmer 201605051Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er samkomulag við Stjórnstöð ferðamála um að sambandið vinni að því, í samvinnu við umhverfi- og auðlindaráðuneytið, að tryggja yfirsýn um ástand og uppbyggingarþörf á ferðamannastöðum um land allt. Jafnframt var óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið sem taki að sér að safna saman upplýsingum fyrir áætlunargerð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samráð við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um tengilið.
7.Fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201605057Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
8.Lagning ljósleiðara til Raufarhafnar
Málsnúmer 201603128Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið hefji undirbúning að lagningu ljósleiðara frá Sveinungsvík til Raufarhafnar og felur sveitarstjóra að vinna í fjármögnun þess
9.Skotfélag Húsavíkur sækir um breytingu á riffilbraut á athafnasvæði sínu
Málsnúmer 201604109Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Skotfélagi Húsavíkur um kostnaðarþátttöku upp á allt að 3.000.000,- sem félagið telur að muni duga til að leysa öryggismála á skotsvæði sem upp komu vegna framkvæmda við svæðið.
Fyrir liggur að breytt landnotkun á svæðinu hefur dregið úr möguleikum á starfsemi félagsins að óbreyttu. Byggðarráð samþykkir að leggja allt að 3 milljónum til að aðstoða félagið til að gera viðunandi úrbætur á svæðinu.
Jónas vék af fundi undir þessum lið
Jónas vék af fundi undir þessum lið
10.Fjárhagsuppgjör 2015
Málsnúmer 201604118Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur endurskoðunarskýrsla 2015
Lagt fram til kynningar
11.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitingu veitinga á Aðalbraut 24, fnr. 216-7216
Málsnúmer 201605079Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Kristjönu R Sveinsdóttur fyrir nýtt rekstrarleyfi til sölu veitingu veitinga á Aðalbraut 24, fnr. 216-7216, 675 Raufarhöfn.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
12.Ályktun um tilnefningu í hverfisráð
Málsnúmer 201605082Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ályktun frá Framfarafélagi Öxarfjaraðar varðandi hverfisráð
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 19:35.