Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

169. fundur 08. september 2017 kl. 14:30 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Kosning stjórnarformanns sept 2017

Málsnúmer 201709021Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur að kjósa stjórnarformann og varaformann stjórnar.
Fram kom tilaga að skipan stjórnar OH.
Sigurgeir Höskuldsson - Formaður stjórnar
Jónas Hreiðar Einarsson - Varaformaður stjórnar
Guðmundur Halldór Halldórsson - Meðstjórnandi.

Tillagan var samþykkt.

2.Kalin raforkustoð OH

Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer

Eiríkur S. Svavarsson lögmaður OH var fenginn til þess að skoða hvaða möguleikar væru fyrir hendi varðandi val á mögulegum "samstarfsaðila" til þess að koma orkustöðinni í gang aftur og reka hana.
Álitsgerðin liggur fyrir og þar kemur fram hvaða þætti þarf að hafa í huga við samningsgerð þegar þar að kemur.
Nokkur fjöldi aðila hefur sýnt stöðinni áhuga og fyrir liggur að skýra það ferli sem fyrirliggjandi er varðandi mat og síðan val á þeim aðila sem kemur til með að reka stöðina.
Samþykkt að gera lýsingu á verkefninu m.t.t. aðstöðu, búnaðar og auðlinda sem um ræðir.
Lagt fyrir stjórn þegar þeirri vinnu lýkur og þá tekin afstaða til þess hvaða leið verður farin við samningsgerð.

3.Gjaldskrá OH 2018

Málsnúmer 201709020Vakta málsnúmer

Fyrr á þessu ári var tekin ákvörðun um að láta gjaldskra OH standa óbreytta á þessu ári.
Í ljósi fyrirliggjandi lækkunar á fasteignagjöldum, sem er til komin vegna verulegrar hækkunar á fasteignamati milli ára hér á Húsavík, er orðið ljóst að orkuveitan mun taka á sig verulegan hluta þeirrar lækkunar í fráveitu- og vatnsgjöldum og því spurning hvort mæta skuli þeirri lækkun að einhverju leiti með hækkun gjaldskrár fyrir hitaveitu.
Bent skal á að ferli gjaldskrárhækkunar getur tekið allt að þremur mánuðum.
Framkvæmdastjóra falið að hefja vinnu við áætlanagerð fyrir fjárhagsárið 2018 og kanna forsendur fyrir gjaldskrárhækkun samhliða því.
Lagt fyrir stjórn OH á næsta fundi.

4.Framkvæmdir OH - 2017

Málsnúmer 201706177Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu framkvæmda á vegum OH árið 2017.
Framkvæmdastjóri fór yfir þær framkvæmdir sem lokið er og einnig helstu verkefni sem eru fyrirliggjandi.

Fundi slitið - kl. 16:15.