Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

167. fundur 27. júní 2017 kl. 15:00 - 16:08 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufullt
  • Soffía Helgadóttir varamaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Kalin raforkustoð OH

Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer

Ragnar Ásmundsson frá Varmalausnum - Heat RD á Akureyri kynnir fyrir stjórn OH þær hugmyndir og þá samstarfsaðila sem eru innanborðs varðandi verkefnið að koma orkustöðinni í gang aftur.
Ragnar Ásmundsson frá Varmalausnum kynnti áform þeirra í samstarfi við Aqylon varðandi uppbyggingu orkustöðvarinnar á Húsavík.

2.Sjóböð ehf

Málsnúmer 201702064Vakta málsnúmer

Snæbjörn Sigurðarson fer yfir stöðu mála hjá Sjóböðum ehf og áætlanir varðandi uppbyggingu aðstöðunnar á Höfðanum.
Snæbjörn Sigurðarson kynnti stöðu verkefna sem snúa að Sjóböðum ehf.

3.Erindi frá Hvalasafninu vegna vatnsleka í kjallara

Málsnúmer 201705142Vakta málsnúmer

Þegar stjórn Hvalasafnsins ákvað að láta grafa út kjallara hússins með það að markmiði að nýta það rými kom í ljós að mikið vatn streymdi fram bakkann og að húsinu. Vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar við að drena í kringum húsið eins og eðlilegast hefði verið að gera var ekki farið í þá framkvæmd, heldur var farið í fráveituframkvæmdir innanhúss til þess að fanga vatnið og koma því í fráveitubrunn sem staðsettur er í "Skansinum".
Fyrir stjórn OH liggur að taka ákvörðun um það hvort Orkuveita Húsavíkur taki þátt í þeim kostnaði sem Hvalasafnið lagði í til þess að beisla vatnið sem skilar sér að húsinu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur hafnar erindinu og felur framkvæmdastjóra OH að svara forstöðumanni Hvalasafnsins.

4.Styrkveitingar OH 2017

Málsnúmer 201704071Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur að taka ákvörðun um hvort veita skuli styrk til byggingar "skate-park" eða "skate-braut" fyrir börn á Húsavík.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 5.000.000 til kaupa á "skate-braut" sem sett verði upp á lóð Borgarhólsskóla.

5.Framkvæmdir OH - 2017

Málsnúmer 201706177Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur fer yfir stöðu þeirra framkvæmda sem orkuveitan stendur fyrir á árinu.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu framkvæmda Orkuveitu Húsavíkur.

6.Yfirtaka OH á vatnsveitu í landi Þverár

Málsnúmer 201608002Vakta málsnúmer

Nú líður að því að verkfræðistofan Efla skili af sér arðsemisútreikningum vegna mögulegrar yfirtöku OH á vatnsveitu sem er í landi Þverár, en u.þ.b. 4 ár eru síðan eigandi veitunnar bar erindið upp við stjórn OH.
Orkuveita Húsavíkur þarf að leggja í töluverðan kostnað við uppbyggingu veitunnar ef af yfirtökunni verður til þess að hún skili því sem notendur gera eðlilega kröfu um, sérstaklega í ljósi þess að notendum fer fjölgandi og krafan um afhendingaröryggi eykst með tilkomu veiðihúss sem verið er að byggja á svæðinu.
Fyrir stjórn OH liggur að ákveða hvaða leið skuli fara við samningagerð ef af yfirtökunni verður.
Framkvæmdastjóra falið í samstarfi við lögfræðing Orkuveitu Húsavíkur, að móta stefnu til framtíðar varðandi yfirtökur einkaveitna.

Fundi slitið - kl. 16:08.