Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Beiðni frá Golfklúbbi Húsavíkur til Orkuveitu Húsavíkur um lögn að dæluhúsi Golfklúbbsins.
Málsnúmer 201704041Vakta málsnúmer
Golfklúbbur Húsavíkur hefur sent inn beiðni um að fá að tengjast vatnslögn frá vatnsbóli að orkustöð, en vatnið á að nýta til vökvunar golfvallarins.
Framkvæmdastjóra er falið að kanna möguleika á að koma vatnslögn að golfvellinum.
2.Kalin raforkustoð OH
Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn OH liggur að leggja línur varðandi það hvaða leið menn vilja fara við samningagerð í tengslum við orkustöðina og mögulega raforkuframleiðslu þar að nýju.
Stjórn OH samþykkir að ráða ráðgjafa til þess að safna saman gögnum um orkustöðina til kynningar fyrir hugsanlega samstarfsaðila um rekstur orkustöðvarinnar.
3.Hitaveita í Aðaldal
Málsnúmer 201703064Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn OH liggur að taka ákvörðun um það hvort haldið verði áfram að skoða mögluleikana á því að Norðurorka yfirtaki hitaveituna í Aðaldal. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað, bæði við lögfræðing og forstjóra Norðurorku og ef af verður þarf OH að leggja fram formlegt erindi varðandi þetta mál til Norðurorku.
Framkvæmdastjóra er falið að senda formlegt erindi til Norðurorku varðandi hugsanleg kaup þeirra á hitaveitu OH í Þingeyjarsveit.
4.Styrkveitingar OH 2017
Málsnúmer 201704071Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur að taka ákvörðun um hvort endurnýja skuli styrktarsamning við íþróttafélagið Völsung.
Stjórn OH samþykkir að endurnýja styrktarsamning við íþróttafélagið Völsung að upphæð 1 milljón króna á ári í þrjú ár.
5.Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur 2017
Málsnúmer 201704072Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn liggur tillaga um að aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. verði þriðjudaginn 2. maí kl. 15:00. Stjórn leggur til að greiddar verði 100.000.000 í arð til Norðurþings
Stjórn OH samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
6.Orkuveita Húsavíkur - samþykktir
Málsnúmer 201612176Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur að veita framkvæmdastjóra umboð til stjórnarsetu á aðalfundi Hitaveitu Öxarfjarðar sem haldinn verður þann 3. maí.
Stjórn OH samþykkir að Gunnar Hrafn Gunnarsson fari með umboð OH á stjórnarfundi Hitaveitu Öxarfjarðar.
7.Hitaveita í Kelduhverfi
Málsnúmer 201508077Vakta málsnúmer
Huga þarf að kynningarstarfi vegna lagningar hitaveitu í Kelduhverfi og eins þarf að fara fram könnun á því hversu margir bæir koma til með að tengjast veitunni ef af verður.
Stjórn OH felur framkvæmdastjóra að halda kynningafund um stöðu framkvæmdarinnar og einnig að láta framkvæma könnun varðandi það hversu margir ætla að tengjast veitunni.
Fundi slitið - kl. 16:30.