Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
Dagmar Kristjánsdóttir sat fundinn undir lið nr. 6.
1.Sjóböð ehf
Málsnúmer 201702064Vakta málsnúmer
Áður gerð samningsdrög í tengslum við vatnsgjöld Sjóbaða ehf sem ekki hefur náðst samkomulag um, hafa nú verið uppfærð m.t.t. afstöðu stjórnar Sjóbaða ehf.
Óskað er samþykkis stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf á fyrirliggjandi samningsdrögum.
Óskað er samþykkis stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf á fyrirliggjandi samningsdrögum.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og veitir framkvæmdastjóra heimild til þess að ganga frá samningi við Sjóböð ehf á þeim forsendum sem þar koma fram.
2.Endurnýjun stofnæðar hitaveitu í Reykjahverfi.
Málsnúmer 201810143Vakta málsnúmer
Farið hefur fram kostnaðarmat á fyrirhugaðri endurnýjun stofnlagnar hitaveitu í Reykjahverfi og hefur framkvæmdinni verið skipt upp í þrjá verkhluta m.t.t. sverleika lagnar.
Kallað er eftir afstöðu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf til framkvæmdaáætlunar verksins.
Kallað er eftir afstöðu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf til framkvæmdaáætlunar verksins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur leggur til að þegar farið verður í þessa framkvæmd, verði henni skipt upp í þrjá hluta eins og framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir.
3.Safnlögn yfirborðsvatns í Stangarbakka
Málsnúmer 201810144Vakta málsnúmer
Sett hefur verið fram hugmynd að hönnun safnlagnar í Stangarbakka sem tekur mið af mögulegum lausnum til vatnssöfnunar yfirborðsvatns úr efri byggðum Húsavíkur til framtíðar. Einnig liggur fyrir gróft kostnaðarmat á framkvæmdinni m.v. forsendur hönnunnar.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að innleiða blá-grænar lausnir varðandi yfirborðsvatn frá efri byggðum að hluta, en ekki að öllu leyti.
Fyrir stjór Orkuveitu Húsavíkur ohf liggur að taka afstöðu til kostnaðar og þeirrar lausnar sem lögð er fram.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að innleiða blá-grænar lausnir varðandi yfirborðsvatn frá efri byggðum að hluta, en ekki að öllu leyti.
Fyrir stjór Orkuveitu Húsavíkur ohf liggur að taka afstöðu til kostnaðar og þeirrar lausnar sem lögð er fram.
Stjórn OH tekur undir þær hugmyndir sem settar eru fram og leggur til að unnið verði áfram með málið á þeim forsendum.
4.Efnavöktun í vinnsluholum OH
Málsnúmer 201810145Vakta málsnúmer
Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna efnagreininga úr vinnsluholum Orkuveitu Húsavíkur ohf á Hveravöllum.
Orkuveitum er ekki gert skylt að skila slíkum greiningum til Orkustofnunar með reglulegum hætti, en slík gögn geta þó verið gagnleg veitunum sjálfum í tengslum við sína starfsemi.
Lagt er til að gerð verði áætlun innan OH um efnagreiningar, annars vegar á Hveravöllum og hins vegar í orkustöð á Húsavík. Skv. þeirri áætlun verða gerðar ýtarlegar rannsóknir á efnainnihaldi allra þriggja nýtingarhola OH á Hveravöllum á næst ári (2019) ásamt blandsýni sem tekið verður í orkustöð, en í framhaldi af því verði aðeins tekið árlegt sýni í orkustöð þar til breytingar á efnainnihaldi þar kalli á ýtarlegri rannsóknir á Hveravöllum.
Orkuveitum er ekki gert skylt að skila slíkum greiningum til Orkustofnunar með reglulegum hætti, en slík gögn geta þó verið gagnleg veitunum sjálfum í tengslum við sína starfsemi.
Lagt er til að gerð verði áætlun innan OH um efnagreiningar, annars vegar á Hveravöllum og hins vegar í orkustöð á Húsavík. Skv. þeirri áætlun verða gerðar ýtarlegar rannsóknir á efnainnihaldi allra þriggja nýtingarhola OH á Hveravöllum á næst ári (2019) ásamt blandsýni sem tekið verður í orkustöð, en í framhaldi af því verði aðeins tekið árlegt sýni í orkustöð þar til breytingar á efnainnihaldi þar kalli á ýtarlegri rannsóknir á Hveravöllum.
Stórn OH samþykkir fyrirliggjandi nálgun varðandi efnarannsóknir úr vinnsluholum félagsins.
Framkvæmdastjóra falin framkvæmd málsins.
Framkvæmdastjóra falin framkvæmd málsins.
5.Framkvæmdaáætlun OH 2019
Málsnúmer 201810062Vakta málsnúmer
Drög að framkvæmdaáætlun OH fyrir árið 2019 lögð fram til umræðu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf fór yfir helstu verkþætti framkvæmdaáætlunar fyrir rekstrarárið 2019.
Framkvæmdaáætlun verður afgreidd af stjórn OH á næsta stjórnarfundi.
Framkvæmdaáætlun verður afgreidd af stjórn OH á næsta stjórnarfundi.
6.Fjárhagsáætlun OH 2019
Málsnúmer 201809042Vakta málsnúmer
Útgönguspá fyrir rekstrarárið 2018 lögð fram til umræðu.
Útgönguspá fyrir rekstrarárið 2018 lögð fram til kynningar ásamt fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2019.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 verður afgreidd á næsta stjórnarfundi OH.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 verður afgreidd á næsta stjórnarfundi OH.
7.Áætlun um úrbætur í fráveitumálum 2018
Málsnúmer 201809004Vakta málsnúmer
Fyrir liggja drög að svörum við spurningum sem Umhverfisstofnun hefur kallað eftir vegna áætlunar um úrbætur í fráveitumálum í Norðurþingi 2018.
Svörin eru lögð fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf til samþykktar áður en þau verða send Umhverfisstofnun.
Svörin eru lögð fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf til samþykktar áður en þau verða send Umhverfisstofnun.
Stjórn OH samþykkir fyrirliggjandi svör til Umhverfisstofnunar varðandi úrbætur í fráveitumálum í Norðurþingi.
8.Kalina raforkustoð OH
Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer
Málefni orkustöðvar tekið inn á stjórnarfund til kynningar fyrir núverandi stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu málefna orkustöðvarinnar og þær hugmyndir sem hafa komið upp í tengslum við hana.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað um málið til kynningar fyrir eiganda Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað um málið til kynningar fyrir eiganda Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundi slitið - kl. 11:30.