Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

162. fundur 15. mars 2017 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufullt
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Gestir fundarins voru Gunnar Tryggvason ráðgjafi hjá KPMG, Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri hjá Norðurþingi og Ingibjörg Árnadóttir, starfsmaður Norðurþings.

1.Kalin raforkustoð OH

Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer

Í ljósi fyrirsjáanlegra breytinga á raforkumarkaði í nánustu framtíð og einnig vegna þekktra lausna við raforkuframleiðslu með lághita, er vert fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur að skoða þann möguleika að félagið standi að uppbyggingu orkustöðvarinnar í stað þess að úthýsa því verkefni.
Gunnar Tryggvason hjá KPMG mun hringja inn á stjórnarfund og fara yfir stöðuna varðandi þann möguleika.
Gunnar Tryggvason hjá KPMG fór yfir hugsanlega möguleika sem í boði eru til þess að koma orkustöðinni á Húsavík í rekstur aftur.

2.Sjóböð ehf

Málsnúmer 201702064Vakta málsnúmer

Eiríkur S. Svavarsson lögfræðingur OH hefur gert uppkast að áskriftarsamningi milli Orkuveitu Húsavíkur og Sjóbaða sem tekur á því hvaða framlag orkuveitunnar reiknast sem hlutafé í Sjóböðum.

Snæbjörn Sigurðarson fer yfir stöðu verkefnisins.
Snæbjörn Sigurðarson fór yfir stöðuna á framkvæmdum við Sjóböðin á Húsavíkurhöfða.

Fyrir liggja drög að áskriftarsamningi milli OH og Sjóbaða ehf, gerð af Eiríki S. Svavarssyni lögfræðingi OH.
Stjórn OH gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi samningsdrög.

3.Styrkveitingar OH 2016

Málsnúmer 201703066Vakta málsnúmer

Farið yfir þá styrki sem veittir voru á árinu 2016.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfsmannamál OH

Málsnúmer 201703063Vakta málsnúmer

Í ljósi breytinga á starfsmannamálum Orkuveitu Húsavíkur og einnig m.t.t. fyrirliggjandi verkefnastöðu hjá veitunni er vert að skoða hvort ekki sé ráðlegt að ráða í þær tvær stöður sem lausar eru.
Stjórn samþykkir að ráðið verði í tvær stöður hjá veitunni og felur framkvæmdastjóra að sjá um ráðningarnar.

5.Hitaveita í Aðaldal

Málsnúmer 201703064Vakta málsnúmer

Farið yfir málefni hitaveitunnar í Aðaldal.
Framkvæmdastjóri kynnti rekstur hitaveitunnar í Aðaldal.

Fundi slitið - kl. 17:00.