Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

189. fundur 29. mars 2019 kl. 09:00 - 10:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Bergur Elías Ágústsson sat fundinn undir fundarliðum 1-8, en þurfti frá að hverfa eftir það.

1.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis: Til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál.

Málsnúmer 201903040Vakta málsnúmer

Markmið laga þessara er að stuðla að og hvetja til hagkvæmari uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta með því að auðvelda sameiginlega nýtingu á núverandi efnislegum grunnvirkjum og með því að hvetja til skilvirkari uppbyggingar á nýjum efnislegum grunnvirkjum þannig að útbreiðsla slíkra neta sé möguleg með lægri kostnaði.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að frumvarpi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

2.Beiðni Skotfélags Húsavíkur um stuðning við uppbyggingu nýs félagsaðstöðuhúss

Málsnúmer 201903004Vakta málsnúmer

Á 283. fundi byggðarráðs Norðurþings var tekin fyrir beiðni Skotfélags Húsavíkur um stuðning við uppbyggingu nýs félagsaðstöðuhúss.
Á fundi ráðsins var bókað:
"Byggðarráð þakkar Gylfa og Kristjáni fyrir komuna og lýsir sig reiðubúið til að vinna að ítarlegri greiningu á verkefninu með félaginu og fjalla aftur um málið á næstu vikum.
Byggðarráð vísar því til Orkuveitu Húsavíkur að kanna kostnað við að koma vatni á svæðið. Einnig óskar ráðið eftir því að lagðar verði fyrir skipulags- og framkvæmdaráð upplýsingar um kostnað við lagfæringu vegar og lagningu rafmagns að skotsvæðinu."
Stjórn OH felur framkvæmdastjóra að kanna kostnað og möguleika á að koma neysluvatnstengingu að félagsaðstöðu Skotfélags Húsavíkur norðan Húsavíkur og leggja fyrir stjórn.

3.Ósk um styrk til knattspyrnudeildar Völsungs

Málsnúmer 201901115Vakta málsnúmer

Knattspyrnudeild Völsungs óskar eftir styrk til reksturs sjónvarpsstöðvar til útsendinga á leikjum félagsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að veita auglýsingastyrk til verkefnisins að upphæð kr. 150 þúsund á þessu ári.

4.Gráni ehf. - Ósk um auglýsingastyrk

Málsnúmer 201903079Vakta málsnúmer

Gráni ehf., félag í eigu Hestamannafélagsins Grana á Húsavík óskar eftir auglýsingastyrk til þess að létta undir með rekstri reiðhallar í Saltvík.
Stórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að veita auglýsingastyrk til Grána ehf. til þriggja ára að upphæð kr. 100 þúsund á ári.
OH felur Grána ehf. að sjá um gerð og uppsetningu auglýsingarinnar gegn greiðslu að upphæð kr. 30 þúsund.

5.Orkuígildismælar

Málsnúmer 201903077Vakta málsnúmer

Kallað hefur verið eftir tilboði frá Frumherja sem nú liggur fyrir, vegna leigu á orkuígildismælum í stað þeirra hefðbundnu rennslismæla sem verið hafa í notkun hjá félaginu. Sífellt erfiðara verður að nálgast rennslismæla til endurnýjunar á eldri mælum, enda er þróunin á þessum markaði í átt að orkuígildismælum. Með því að skipta út mælum í dreifbýli á veitusvæði OH mætti einfalda verðskrá félagsins sem nú tekur mið af hitastigi þess vatns sem afhent er til notenda.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. er hlynnt upptöku orkuígildismæla í stað hefðbundinna rennslismæla í tengslum við hitaveitur félagsins.
Stefnt er að því að taka upp notkun slíkra mæla í dreifbýli til að byrja með og er framkvæmdastjóra falið að taka saman kostnað við uppsetningu og rekstur slíkra mæla og leggja fyrir stjórn til endanlegrar samþykktar.

6.Orkustöð OH við Hrísmóa

Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer

Samkeppnislýsing orkustöðvar að Hrísmóum 1 hefur verið send áhugasömum aðilum og hafa gögn sem tengjast henni veirð sett inn á heimasíðu OH.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi samkeppnislýsingu orkustöðvar OH að Hrísmóum 1 á Húsavík.

7.Orkuveita Húsavíkur - Atvinnuhættir og menning

Málsnúmer 201903080Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka saman gögn vegna skráningar sögu Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir ritið "Atvinnuhættir og menning" sem gefið verður út að ári.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman gögn og senda inn vegna útgáfu ritsins.

8.Íslensk Orka

Málsnúmer 201702061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur Ársreikningur Íslenskrar Orku ehf. vegna rekstrarársins 2018.
Ársreikningur Íslenskrar Orku ehf. vegna rekstrarársins 2018 lagður fram til kynningar.

9.Hrafnabjargavirkjun

Málsnúmer 201702063Vakta málsnúmer

Fyrir liggur Ársreikningur Hrafnabjargavirkjunar hf. vegna rekstrarársins 2018.
Ársreikningur Hrafnabjargavirkjunar hf. vegna rekstrarársins 2018 lagður fram til kynningar.

10.Rammasamningur OH og NÞ

Málsnúmer 201903084Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson kallar eftir umræðum í stjórn félagsins um rammasamning OH og Norðurþings sem undirritaður var 15. júní 2015.
Málinu frestað til næsta fundar.

11.Fyrningar og afskriftir vegna ársreiknings OH 2018

Málsnúmer 201903127Vakta málsnúmer

Meðfylgjandi er fyrningarskýrsla OH sem sýnir stöðuna í lok árs 2018. Fara þarf yfir skýrsluna og skoða sérstaklega hvað má fyrna og hvað ekki. Svo virðist sem ýmist sé ekkert afskrifað vegna vegna sjóbaðanna, eða um smávægilegar afskriftir er að ræða. Það sama á við eignfærslur varðandi Bakkaveg.

Meðfylgjandi eru einnig skjöl með tillögu að niðurfærslu viðskiptakrafna vegna Orkuveitunnar ásamt aldursgreindum stöðulista viðskiptamanna 31.12.2018.
Fara þarf yfir aldursgreinda listann og láta endurskoðanda vita ef það eru einhverjir viðskiptamenn sem talið er að þurfi að afskrifa að fullu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. gerir ekki athugasemdir við þær afskriftir og fyrningar sem lagðar eru fram af endurskoðanda félagsins.
Gert er ráð fyrir að orkustöð OH að Hrísmóum 1 verði afskrifuð að svo miklu leyti sem lög leyfa og að hitaveituframkvæmd í Kelduhverfi verði afskirifuð að fullu.

Fundi slitið - kl. 10:45.