Beiðni Skotfélags Húsavíkur um stuðning við uppbyggingu nýs félagsaðstöðuhúss
Málsnúmer 201903004
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 283. fundur - 07.03.2019
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Skotfélagi Húsavíkur þar sem óskað er eftir stuðningi við uppbyggingu nýs félagsaðstöðuhúss fyrir félagið. Á fundinn mæta Gylfi Sigurðsson og Kristján Arnarson og fara yfir starfsemi Skotfélagsins og framtíðaráform þess.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 189. fundur - 29.03.2019
Á 283. fundi byggðarráðs Norðurþings var tekin fyrir beiðni Skotfélags Húsavíkur um stuðning við uppbyggingu nýs félagsaðstöðuhúss.
Á fundi ráðsins var bókað:
"Byggðarráð þakkar Gylfa og Kristjáni fyrir komuna og lýsir sig reiðubúið til að vinna að ítarlegri greiningu á verkefninu með félaginu og fjalla aftur um málið á næstu vikum.
Byggðarráð vísar því til Orkuveitu Húsavíkur að kanna kostnað við að koma vatni á svæðið. Einnig óskar ráðið eftir því að lagðar verði fyrir skipulags- og framkvæmdaráð upplýsingar um kostnað við lagfæringu vegar og lagningu rafmagns að skotsvæðinu."
Á fundi ráðsins var bókað:
"Byggðarráð þakkar Gylfa og Kristjáni fyrir komuna og lýsir sig reiðubúið til að vinna að ítarlegri greiningu á verkefninu með félaginu og fjalla aftur um málið á næstu vikum.
Byggðarráð vísar því til Orkuveitu Húsavíkur að kanna kostnað við að koma vatni á svæðið. Einnig óskar ráðið eftir því að lagðar verði fyrir skipulags- og framkvæmdaráð upplýsingar um kostnað við lagfæringu vegar og lagningu rafmagns að skotsvæðinu."
Stjórn OH felur framkvæmdastjóra að kanna kostnað og möguleika á að koma neysluvatnstengingu að félagsaðstöðu Skotfélags Húsavíkur norðan Húsavíkur og leggja fyrir stjórn.
Byggðarráð Norðurþings - 286. fundur - 04.04.2019
Á 283. fundi byggðarráðs þann 7. mars s.l. var tekið fyrir erindi Skotfélags Húsavíkur um stuðning við uppbyggingu nýs félagsaðstöðuhúss. Á fundinum lýsti ráðið sig tilbúið til að vinna að ítarlegri greiningu á verkefninu með félaginu og fjalla aftur um málið á næstu vikum. Fyrir ráðinu liggja nú drög að kostnaðaráætlun vegna nýrrar félagsaðstöðu Skotfélagsins.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs. Sveitarstjóra er falið að setja upp drög að samningi til fimm ára að fjárhæð 10 milljónir króna. Jafnframt verði fjölskylduráði falið að endurnýja styrktarsamning við félagið.
Byggðarráð vísar því til Orkuveitu Húsavíkur að kanna kostnað við að koma vatni á svæðið. Einnig óskar ráðið eftir því að lagðar verði fyrir skipulags- og framkvæmdaráð upplýsingar um kostnað við lagfæringu vegar og lagningu rafmagns að skotsvæðinu.