Gjaldtaka á skíðagöngusvæði á Reykjaheiði
Málsnúmer 201801024
Vakta málsnúmerÆskulýðs- og menningarnefnd - 17. fundur - 09.01.2018
Skíðagönguspor er reglulega troðið uppá Reykjaheiði ofan Húsavíkur.
Forsvarsmenn Skíðagöngudeildar Völsungs hafa óskað eftir því við Íþrótta- og tómstundafulltrúa að tekin verði upp gjaldtaka á svæðinu. Með vægri gjaldtöku gætu skíðagöngumenn sýnt fram á það að þeir kunna að meta framlag Norðurþings að troða spor reglulega. Einnig væri þá hægt að áætla fjölda fólks sem notar svæðið reglulega.
Forsvarsmenn Skíðagöngudeildar Völsungs hafa óskað eftir því við Íþrótta- og tómstundafulltrúa að tekin verði upp gjaldtaka á svæðinu. Með vægri gjaldtöku gætu skíðagöngumenn sýnt fram á það að þeir kunna að meta framlag Norðurþings að troða spor reglulega. Einnig væri þá hægt að áætla fjölda fólks sem notar svæðið reglulega.
Til viðmiðunar er eftirfarandi gjald
Stakt skipti = 500 kr
Árskort = 10.000
Leiðbeiningarskilti verður komið fyrir uppá Reykjaheiði og á vef Norðurþings.