Tilkynning um skógrækt í landi Höfða í Norðurþingi 2018
Málsnúmer 201801052
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 25. fundur - 19.02.2018
Nanna Steina Höskuldsdóttir óskar svara sveitarstjórnar Norðurþings fyrir því hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við 23 ha skógræktarsvæði í landi Höfða sunnan Raufarhafnar. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur landsins. Fram kemur í erindi að svæðið falli ekki undir verndarákvæði náttúruverndarlaga, ekki séu á því sérstakar jarðmyndanir eða vistkerfi og ekki séu þar friðlýstar fornminjar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla umsagna Vegagerðarinnar og Isavia áður en afstaða er tekin til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 10. fundur - 02.10.2018
Nanna Steina Höskuldsdóttir óskar svara sveitarstjórnar Norðurþings fyrir því hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við 23 ha skógræktarsvæði í landi Höfða sunnan Raufarhafnar. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur landsins. Fram kemur í erindi að svæðið falli ekki undir verndarákvæði náttúruverndarlaga, ekki séu á því sérstakar jarðmyndanir eða vistkerfi og ekki séu þar friðlýstar fornminjar.
Með bréfi dags. 18. september 2018 veitti Isavia umsögn um fyrirhugaða skógrækt. Þar kemur fram að skógrækt á umræddu svæði væri líkleg til að hafa nokkur og etv. veruleg áhrif á notkun flugvallarins og leggur til að fyrirhugað skógræktarsvæði verði fært fjær flugbrautinni og samkomulag gert um hæð skógar þar sem hann nálgast hindranaflöt.
Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 25. september 2018 að ekki væri gerð athugasemd við skógræktina að því gefnu að hún væri alfarið utan veghelgunarsvæðis. Raufarhafnarvegur (874) er stofnvegur og veghelgunarsvæði því 30 m breytt frá miðlínu til beggja handa.
Með bréfi dags. 18. september 2018 veitti Isavia umsögn um fyrirhugaða skógrækt. Þar kemur fram að skógrækt á umræddu svæði væri líkleg til að hafa nokkur og etv. veruleg áhrif á notkun flugvallarins og leggur til að fyrirhugað skógræktarsvæði verði fært fjær flugbrautinni og samkomulag gert um hæð skógar þar sem hann nálgast hindranaflöt.
Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 25. september 2018 að ekki væri gerð athugasemd við skógræktina að því gefnu að hún væri alfarið utan veghelgunarsvæðis. Raufarhafnarvegur (874) er stofnvegur og veghelgunarsvæði því 30 m breytt frá miðlínu til beggja handa.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að tekið verði tillit til sjónarmiða Isavia og Vegagerðarinnar um hindranasvæði við flugbraut og veghelgunarsvæði. Ráðið veitir jákvæða umsögn að teknu tilliti til umsagna um fyrirkomulag.