Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Guðbjartur Ellert Jónsson tók þátt í fundinum í gegnum síma.
1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019
Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer
Á 265. fundi byggðarráðs þann 25.09.2018 var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir að vísa framlögðum römmum til frekari úrvinnslu í nefndum sveitarfélagsins. Rammarnir kynntir fyrir skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bókhaldslykil 09 - skipulags- og byggingarmál. Ennfremur kynnti hann frumdrög að kostnaðaráætlun vegna endurskoðunar aðalskipulags Norðurþings og hvernig sá kostnaður skiptist á næstu tvö ár.
Fjárhagsáætlanir hafnasjóðs og annarra sviða liggja ekki fyrir.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bókhaldslykil 09 - skipulags- og byggingarmál. Ennfremur kynnti hann frumdrög að kostnaðaráætlun vegna endurskoðunar aðalskipulags Norðurþings og hvernig sá kostnaður skiptist á næstu tvö ár.
Fjárhagsáætlanir hafnasjóðs og annarra sviða liggja ekki fyrir.
Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa rædd.
2.Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2019.
Málsnúmer 201809162Vakta málsnúmer
Á framkvæmdasviði stendur yfir vinna við að móta og kostnaðargreina fyrirliggjandi framkvæmdir í sveitarfélaginu.
Fyrir liggja til kynningar drög að samantekt fyrirhugaðra framkvæmda á vegum framkvæmdasviðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þarf að taka afstöðu til þess hvaða framkvæmdir verða teknar inn á áætlun næsta árs m.t.t. þess ramma sem lagður hefur verið fram af sveitarstjórn.
Fyrir liggja til kynningar drög að samantekt fyrirhugaðra framkvæmda á vegum framkvæmdasviðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þarf að taka afstöðu til þess hvaða framkvæmdir verða teknar inn á áætlun næsta árs m.t.t. þess ramma sem lagður hefur verið fram af sveitarstjórn.
Frestað til næsta fundar ráðsins.
3.RSNÞ ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám og sirka 20 feta skúr.
Málsnúmer 201809109Vakta málsnúmer
Með tölvupósti dagsettum 21. september sækir RSNÞ ehf. um stöðuleyfi 20 feta gám og sirka 20 feta skúr.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu umsókna stöðuleyfa. Jafnframt vísar ráðið málinu til næsta íbúafundar hverfisráðs Öxarfjarðar og kallar eftir áliti fundar og annarra hagsmunaaðila varðandi notkun og umgengni á Röndinni á Kópaskeri.
4.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á Röndinni á Kópaskeri.
Málsnúmer 201809101Vakta málsnúmer
Með tölvupósti dagsettum 21. september sækir Haukur Marinósson um stöðuleyfi fyrir gám á Röndinni á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu umsókna stöðuleyfa. Jafnframt vísar ráðið málinu til næsta íbúafundar hverfisráðs Öxarfjarðar og kallar eftir áliti fundar og annarra hagsmunaaðila varðandi notkun og umgengni á Röndinni á Kópaskeri.
5.Marinó Eggertsson sækir um stöðuleyfi fyrir gamalt vörubílsboddí, á Röndinni á Kópaskeri.
Málsnúmer 201810002Vakta málsnúmer
Með tölvupósti dagsettum 1. október sækir Marinó Eggertsson um stöðuleyfi fyrir gamalt vörubílsboddí á Röndinni á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu umsókna stöðuleyfa. Jafnframt vísar ráðið málinu til næsta íbúafundar hverfisráðs Öxarfjarðar og kallar eftir áliti fundar og annarra hagsmunaaðila varðandi notkun og umgengni á Röndinni á Kópaskeri.
6.Beiðni um kaup á svokölluðu Lýsishúsi við Aðalbraut 16 - 22 Raufarhöfn
Málsnúmer 201809001Vakta málsnúmer
Fyrir liggur kauptilboð í Lýsishús á Raufarhöfn frá A.G. Briem ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar sýndan áhuga á eigninni. Á þessum tímapunkti synjar ráðið erindinu vegna áforma um aðra nýtingu á húsinu. Ráðið hvetur tilboðsgjafa að fylgjast með framvindu málsins og endurnýja tilboð ef forsendur skapast.
Gísli vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Gísli vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
7.Breyting á samþykkt um hunda- og kattahald
Málsnúmer 201709063Vakta málsnúmer
Samþykkt var á síðasta fundi sveitarstjórnar að leyfa lausagöngu katta. Erindi liggur fyrir ráðinu frá Hjálmari Boga að endurskoða þá ákvörðun.
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu:
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Norðurþings var tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs að breytingum samþykktar um hunda- og kattahald breytt þannig að lausaganga katta verði leyfð í þéttbýli. Ráðið, áður framkvæmdanefnd, hefur ítrekað tekið samþykktina fyrir og sömuleiðis sveitarstjórn þar sem niðurstaðan hefur allt frá árinu 2008 verið sú að í gildi skuli vera bann við lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi. Lagt er til við sveitarstjórn Norðurþings að ákvörðun sveitarstjórnar um að fella niður bann við lausagöngu katta verði afturkölluð og samþykktin standi með þeim breytingum sem lagðar voru til á 7. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs.
Hjálmars Boga óskar bókað:
Í upphafi skal nefna að skipulags- & framkvæmdaráði (áður framkvæmdanefnd) hefur ekki borist erindi þar sem óskað er eftir breytingu á samþykktinni sem felur í sér að lausaganga katta sé heimiluð í þéttbýli. Í annan stað eru sveitarfélög hringinn í kringum landið að reyna að sporna við lausagöngukatta í þéttbýli og jafnvel banna slíkt. Lausaganga katta hefur verið bönnuð í þéttbýli í Norðurþingi í 10 ár. Engin rök né beiðni, eins og áður segir, hafa komið fram sem kalla á breytingu á samþykkt sem heimilar lausagöngu katta í þéttbýli.
Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands, ritaði grein sem birtist í Skarpi 27. september s.l. þar sem hann fer yfir veigamikil rök gegn lausagöngu katta í þéttbýli. Tek ég heilshugar undir þau sjónarmið sem þar koma fram og vísa til greinarinnar varðandi rökstuðning fyrir áframhaldandi banni við lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi.
Tillaga Hjálmars Boga eru samþykkt með atkvæðum Gísla Þórs, Hjálmars Boga, Kolbrúnar Ödu og Kristins Jóhanns.
Silja greiðir atkvæði á móti og óskar bókað:
Að eiga kött er gott fyrir geðheilsuna og það sýna rannsóknir. Það er ekki gott fyrir ketti að vera inni enda dýr sem þurfa útiveru. Þannig fer saman að efla lýðheilsu íbúa að leyfa þeim að eiga hamingjusöm gæludýr. Því styð ég lausagöngu katta. Fuglalíf hefur eflst undanfarin ár en skv. mínum heimildum tengist það gróðurfari en ekki banni við lausagöngu katta.
Kolbrún Ada og Kristinn óska bókað:
Ef heimila á lausagöngu katta þarf að setja um það mjög skýrar reglur.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Norðurþings var tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs að breytingum samþykktar um hunda- og kattahald breytt þannig að lausaganga katta verði leyfð í þéttbýli. Ráðið, áður framkvæmdanefnd, hefur ítrekað tekið samþykktina fyrir og sömuleiðis sveitarstjórn þar sem niðurstaðan hefur allt frá árinu 2008 verið sú að í gildi skuli vera bann við lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi. Lagt er til við sveitarstjórn Norðurþings að ákvörðun sveitarstjórnar um að fella niður bann við lausagöngu katta verði afturkölluð og samþykktin standi með þeim breytingum sem lagðar voru til á 7. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs.
Hjálmars Boga óskar bókað:
Í upphafi skal nefna að skipulags- & framkvæmdaráði (áður framkvæmdanefnd) hefur ekki borist erindi þar sem óskað er eftir breytingu á samþykktinni sem felur í sér að lausaganga katta sé heimiluð í þéttbýli. Í annan stað eru sveitarfélög hringinn í kringum landið að reyna að sporna við lausagöngukatta í þéttbýli og jafnvel banna slíkt. Lausaganga katta hefur verið bönnuð í þéttbýli í Norðurþingi í 10 ár. Engin rök né beiðni, eins og áður segir, hafa komið fram sem kalla á breytingu á samþykkt sem heimilar lausagöngu katta í þéttbýli.
Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands, ritaði grein sem birtist í Skarpi 27. september s.l. þar sem hann fer yfir veigamikil rök gegn lausagöngu katta í þéttbýli. Tek ég heilshugar undir þau sjónarmið sem þar koma fram og vísa til greinarinnar varðandi rökstuðning fyrir áframhaldandi banni við lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi.
Tillaga Hjálmars Boga eru samþykkt með atkvæðum Gísla Þórs, Hjálmars Boga, Kolbrúnar Ödu og Kristins Jóhanns.
Silja greiðir atkvæði á móti og óskar bókað:
Að eiga kött er gott fyrir geðheilsuna og það sýna rannsóknir. Það er ekki gott fyrir ketti að vera inni enda dýr sem þurfa útiveru. Þannig fer saman að efla lýðheilsu íbúa að leyfa þeim að eiga hamingjusöm gæludýr. Því styð ég lausagöngu katta. Fuglalíf hefur eflst undanfarin ár en skv. mínum heimildum tengist það gróðurfari en ekki banni við lausagöngu katta.
Kolbrún Ada og Kristinn óska bókað:
Ef heimila á lausagöngu katta þarf að setja um það mjög skýrar reglur.
8.Framlenging leyfis fyrir vinnubúðir Munck (LNS Saga) á Höfða 2018.
Málsnúmer 201809134Vakta málsnúmer
Fyrir liggur ósk frá Munck Íslandi um framlengingu stöðuleyfa fyrir vinnubúðir á Höfða.
Skipulags- og framkvæmdaráð harmar að búðirnar hafi ekki verið fjarlægðar fyrir umsamdan tíma en samþykkir framlengingu samnings um tímabundin afnot af lóðum Höfða 14, 16 og 18 til loka apríl 2019. Verði búðirnar ekki fjarlægðar fyrir tilsettan tíma, verði dagsektum beitt, 50.000 kr. á dag.
9.Hestamannafélagið Grani óskar eftir viðræðum.
Málsnúmer 201809102Vakta málsnúmer
Með bréfi dagsettu 21. september óskar Hestamannafélagið Grani eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins á framkvæmdasviði um ýmis mál.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur starfsmönnum ráðsins að finna fundartíma og upplýsa meðlimi ráðsins varðandi tímasetningar.
10.Tilkynning um minniháttar framkvæmd við Hafnarstétt 13.
Málsnúmer 201809112Vakta málsnúmer
Með bréfi dags. 18. september 2018 tilkynnti Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Gentle Giants - Hvalaferða, hlaðinn steinvegg utan lóðar við Hafnarstétt 13 sem minniháttar framkvæmd skv. staflið f í grein 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hafnaði þeirri túlkun og tilkynnti lögmanni það formlega með bréfi dags. 25. september 2018.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hafnaði þeirri túlkun og tilkynnti lögmanni það formlega með bréfi dags. 25. september 2018.
Málið kynnt.
11.Tilkynning um skógrækt í landi Höfða í Norðurþingi 2018.
Málsnúmer 201801052Vakta málsnúmer
Nanna Steina Höskuldsdóttir óskar svara sveitarstjórnar Norðurþings fyrir því hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við 23 ha skógræktarsvæði í landi Höfða sunnan Raufarhafnar. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur landsins. Fram kemur í erindi að svæðið falli ekki undir verndarákvæði náttúruverndarlaga, ekki séu á því sérstakar jarðmyndanir eða vistkerfi og ekki séu þar friðlýstar fornminjar.
Með bréfi dags. 18. september 2018 veitti Isavia umsögn um fyrirhugaða skógrækt. Þar kemur fram að skógrækt á umræddu svæði væri líkleg til að hafa nokkur og etv. veruleg áhrif á notkun flugvallarins og leggur til að fyrirhugað skógræktarsvæði verði fært fjær flugbrautinni og samkomulag gert um hæð skógar þar sem hann nálgast hindranaflöt.
Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 25. september 2018 að ekki væri gerð athugasemd við skógræktina að því gefnu að hún væri alfarið utan veghelgunarsvæðis. Raufarhafnarvegur (874) er stofnvegur og veghelgunarsvæði því 30 m breytt frá miðlínu til beggja handa.
Með bréfi dags. 18. september 2018 veitti Isavia umsögn um fyrirhugaða skógrækt. Þar kemur fram að skógrækt á umræddu svæði væri líkleg til að hafa nokkur og etv. veruleg áhrif á notkun flugvallarins og leggur til að fyrirhugað skógræktarsvæði verði fært fjær flugbrautinni og samkomulag gert um hæð skógar þar sem hann nálgast hindranaflöt.
Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 25. september 2018 að ekki væri gerð athugasemd við skógræktina að því gefnu að hún væri alfarið utan veghelgunarsvæðis. Raufarhafnarvegur (874) er stofnvegur og veghelgunarsvæði því 30 m breytt frá miðlínu til beggja handa.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að tekið verði tillit til sjónarmiða Isavia og Vegagerðarinnar um hindranasvæði við flugbraut og veghelgunarsvæði. Ráðið veitir jákvæða umsögn að teknu tilliti til umsagna um fyrirkomulag.
12.Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.
Málsnúmer 201809106Vakta málsnúmer
Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman og sent á sveitarfélög yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Yfirlitinu er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýni fyrir skyldur og hlutverk sveitarfélaga.
Yfirlitið var kynnt.
Fundi slitið - kl. 15:00.