Samningur Norðurþings við PACTA lögmenn
Málsnúmer 201806170
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 256. fundur - 05.07.2018
Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi við PACTA Lögmenn um verkefnastjórnun, ráðgjöf og lögfræðiþjónstu við innleiðngu nauðsynlegra breytinga á vinnslu, skráningu, meðhöndlun og vistun persónuupplýsinga til samræmis við reglugerð ESB 2016/679 og lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga staðfest á Alþingi í júní s.l. Með samningnum skuldbinda PACTA Lögmenn sig til þess að sinna störfum fyrir sveitarfélagið með þeim hætti að við framkvæmdina koma þeir fram í nafni og umboði Norðurþings.
Að svo stöddu er ekki talin ástæða fyrir samningum um víðtækari þjónustu á lögfræðisviði fyrir sveitarfélagið.