Fara í efni

Áfangastaðaáætlun DMP

Málsnúmer 201807013

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 256. fundur - 05.07.2018

Áfangastaðaáætlun Norðurlands DMP hefur verið birt á vef Markaðsstofu Norðurlands (MN). Áfangastaðaáætlun er sameiginleg viljayfirlýsing um hvernig stýra skuli áfangastað yfir ákveðið tímabil. Hlutverk mismunandi hagaðila
eru skilgreind, aðgerðaáætlun sett fram og farið yfir hvernig auðlindum skuli ráðstafað. Áfangastaðaáætlun er besta tækifærið fyrir íbúa og hagaðila áfangastaðar til að gera framtíðaráætlun svo að laða megi þá ferðaþjónustu sem þeir vilja inn á svæðið, og til að draga úr mögulegum neikvæðum áhrifum.

Í áætlanagerðinni er horft á ferðaþjónustu út frá víðu sjónarhorni og tillit tekið til margra ólíkra hagaðila við þróun áfangastaðarins. Áætlanagerðin tekur tillit til gesta, íbúa, fyrirtækja og umhverfisins og reynir að skapa jafnvægi þar á milli, og fullnægja þörfum þessara fjögurra þátta. Áfangastaðaáætlanir gera íbúum kleift að ákveða hvernig áhrif þeir vilja að ferðaþjónusta hafi á nánasta umhverfi, efnahag og samfélag og hvaða skref skuli taka að því marki.

Í þessari vinnu kemur fram mikilvæg stöðugreining á Norðurlandi varðandi ferðaþjónustuna auk þess sem búið er með samstarfi sveitarfélaga, fyrirtækja og íbúa að forgangsraða verkefnum fyrir svæðið. Mikilvæg grunnvinna á Norðurlandi á vegum ferðaþjónustunnar í samstarfi við MN síðastliðin ár gerði það að verkum að á stuttum tíma er búið að vinna mikilvægt plagg sem nýta verður til uppbyggingar greinarinnar á svæðinu. Þannig að svo megi verða má vænta mikilla samskipta m.a. Markaðsstofu Norðurlands við sveitarfélögin, ferðaþjónustuna og hagsmunaaðila til að tryggja að verkefnið komi að gagni og verði ferðaþjónustunni til framþróunar á öllum svæðum.


Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 279. fundur - 31.01.2019

Fyrir byggðarráði liggur bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins varðandi áfangastaðaáætlanir.
Lagt fram til kynningar.