Verksamningur um uppbyggingu slökkvistöðvar við Norðurgarð 5 á Húsavík
Málsnúmer 201807016
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 256. fundur - 05.07.2018
Fyrir byggðarráði liggja drög að verksamningi við Trésmiðjuna Rein ehf. til uppbyggingar slökkvistöðvar við Norðurgarð 5 á Húsavík.
Verktakinn tekur að sér að reisa slökkvistöð og aðstöðu fyrir hafnir Norðurþings við Norðurgarð á Húsavík, eins og lýst er í útboðsgögnum „Slökkvistöð og hafnir - Norðurgarður 5“, útboðsnúmer 177003. Engin tilboð bárust í verkið áður en frestur til innsendingar rann út og því hefur Norðurþing ákveðið að semja sérstaklega um verkið í ljósi brýnnar þarfar sveitarfélagsins að koma upp umræddri aðstöðu.
Innifalið í samningsverðinu er allur efniskostnaður, kostnaður við vinnu, vélar, áhöld, vinnuaðstöðu, tryggingar, flutninga, o.s.frv. svo og öll þau lög- og samningsbundnu gjöld sem leiða af því að hafa menn og tæki í vinnu og selja efni og vinnu, þ.m.t. virðisaukaskattur.
Samningsfjárhæð er, samkvæmt tilboði verktaka og með leiðréttingum samkvæmt ákvæðum útboðsgagna kr. 247.223.692,- með virðisaukaskatti. Áætluð verklok eru í ágúst mánuði 2019.
Verktakinn tekur að sér að reisa slökkvistöð og aðstöðu fyrir hafnir Norðurþings við Norðurgarð á Húsavík, eins og lýst er í útboðsgögnum „Slökkvistöð og hafnir - Norðurgarður 5“, útboðsnúmer 177003. Engin tilboð bárust í verkið áður en frestur til innsendingar rann út og því hefur Norðurþing ákveðið að semja sérstaklega um verkið í ljósi brýnnar þarfar sveitarfélagsins að koma upp umræddri aðstöðu.
Innifalið í samningsverðinu er allur efniskostnaður, kostnaður við vinnu, vélar, áhöld, vinnuaðstöðu, tryggingar, flutninga, o.s.frv. svo og öll þau lög- og samningsbundnu gjöld sem leiða af því að hafa menn og tæki í vinnu og selja efni og vinnu, þ.m.t. virðisaukaskattur.
Samningsfjárhæð er, samkvæmt tilboði verktaka og með leiðréttingum samkvæmt ákvæðum útboðsgagna kr. 247.223.692,- með virðisaukaskatti. Áætluð verklok eru í ágúst mánuði 2019.
Bergur Elías óskar bókað: Hér er um viðamikla og kostnaðarsama framkvæmd að ræða. Fulltrúi framsóknarflokks leggur ríka áherslu á að allir kostnaðarliðir framkvæmdarinnar standist fyrirliggjandi áætlanir. Jafnframt er rétt að það komi fram að miður sé að ekki hafi náðst full sátt um framkvæmdina meðal kjörinna fulltrúa.
Grímur Kárason sat fundinn undir þessum lið.