Vegagerðin óskar eftir leyfi til að vinna efni úr námu við Hólssel
Málsnúmer 201808038
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018
Vegagerðin óskar eftir leyfi til að vinna efni til lagfæringar á vegi um Hólssand í núverandi námu við Hólssel. Efnistökusvæðið er opið og hefur verið notað um árabil, en er ekki skilgreint í gildandi aðalskipulagi. Í vinnslu er breyting á aðalskipulagi þar sem fyrirhugað er að skilgreina þessa námu til efnistöku. Ástand vegar um Hólssand er nú þannig að brýnt er að bera ofan í hann til að hann teljist fullnægjandi og því þarf að útbúa sem fyrst viðunandi efni.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur brýnt að lagfæra veg um Hólssand sem fyrst og heimilar því efnistöku og vinnslu úr núverandi námu við Hólssel til lagfæringar.