EIMUR - staða verkefna
Málsnúmer 201809010
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 263. fundur - 06.09.2018
Snæbjörn Sigurðarson framkvæmdastjóri situr fundinn í síma og gerir grein fyrir stöðu verkefna hjá EIMI. Nú nýverið var haldinn 7. fundur fagráðs EIMS þar sem voru til umræðu hin ýmsu verkefni sem EIMUR hefur staðið fyrir og eða vinnur að. Þar má nefna matvælasamkeppni Eims, Sumarskóla Eims, Innviðagreiningu á starfssvæði Eims sem er langt komin og verður aðgengileg á netinu á næstu vikum. Græni túrinn er annað verkefni sem unnið er að með ferðaþjónustunni á svæðinu sem byggir á sjálfbærri orkuframleiðslu. Atvinnu- og nýsköpunarhelgin er fyrirhuguð á haustdögum þar sem Eimur mun m.a. veita verðlaun fyrir bestu orkutengdu hugmyndina.
Byggðarráð þakkar Snæbirni Sigurðarsyni kærlega fyrir kynninguna á fjölbreyttum verkefnum Eims.