Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

263. fundur 06. september 2018 kl. 08:30 - 11:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Silja Jóhannesdóttir yfirgaf fundinn eftir lið. 3.

1.Innleiðingaráætlun Norðurþings vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar

Málsnúmer 201808110Vakta málsnúmer

Hallgrímur Jónsson persónuverndarfulltrúi Norðurþings kemur til fundarins og kynnir innleiðingaráætlun vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar. Farið verður yfir hlutverk persónuverndarfulltrúans og nauðsynleg skref í þá átt að sveitarfélagið uppfylli öll ákvæði löggjafarinnar.
Byggðarráð þakkar Hallgrími Jónssyni kærlega fyrir greinargóða kynningu á framvindu verksins.

2.EIMUR - staða verkefna

Málsnúmer 201809010Vakta málsnúmer

Snæbjörn Sigurðarson framkvæmdastjóri situr fundinn í síma og gerir grein fyrir stöðu verkefna hjá EIMI. Nú nýverið var haldinn 7. fundur fagráðs EIMS þar sem voru til umræðu hin ýmsu verkefni sem EIMUR hefur staðið fyrir og eða vinnur að. Þar má nefna matvælasamkeppni Eims, Sumarskóla Eims, Innviðagreiningu á starfssvæði Eims sem er langt komin og verður aðgengileg á netinu á næstu vikum. Græni túrinn er annað verkefni sem unnið er að með ferðaþjónustunni á svæðinu sem byggir á sjálfbærri orkuframleiðslu. Atvinnu- og nýsköpunarhelgin er fyrirhuguð á haustdögum þar sem Eimur mun m.a. veita verðlaun fyrir bestu orkutengdu hugmyndina.
Byggðarráð þakkar Snæbirni Sigurðarsyni kærlega fyrir kynninguna á fjölbreyttum verkefnum Eims.

3.Starfsmannamál í stjórnsýsluhúsi

Málsnúmer 201509020Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá sveitarstjóra þess efnis að ráðið verði í starf verkefnisstjóra framkvæmda/aðstoðarmanns framkvæmda- og þjónustufulltrúa. Miðað er við að auglýsing fari út nú í september og að nýr starfsmaður komi til starfa eigi síðar en um áramót. Mikið álag er á skipulags- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins og mikilvægt að tekið sé tillit til þess með þessari viðbót inn á sviðið. Óskað er eftir því að tillit verði tekið til þessa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra með atkvæðum Helenu og Óla og felur honum að ganga frá endanlegri starfslýsingu og auglýsa starfið laust til umsóknar.

Bergur greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður leggst gegn fyrirliggjandi tillögu um að ráðið verði í starf verkefnisstjóra framkvæmda/aðstoðarmanns framkvæmda- og þjónustufulltrúa þegar mestu framkvæmdum sveitarfélagsins Norðurþings er að mestu lokið, enda er ekki þörf fyrir slíka stöðu nú, né á næstu mánuðum. Hér er fyrst og fremst um óþarfa útgjöld fyrir sveitarsjóð að ræða, fjármunir sem betur væru nýttir í innan skólakerfisins og/eða íþrótta og æskulýðsmála.
Í meðfylgjandi greinargerð er m.a. nefnt að viðkomandi starfsmaður eigi að koma að málum Orkuveitu Húsavíkur ohf. Slík ráðstöfun hefur ekki verið borið undir stjórn Orkuveitunnar. Í þessu samhengi er rétt að benda kjörnum fulltrúum á að samkvæmt 16. grein samþykkta Orkuveitu Húsavíkur stýrir stjórn hennar öllum málefnum félagsins milli hluthafafunda og gætir hagsmuna félagsins.
Jafnframt skal bent á að tilgangur félagsins (OH) er orkurannsóknir, vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns og hvers konar annarra auðlinda, dreifing og sala afurða fyrirtækisins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins, sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni. Timi er komin til að þessum verkefnum verði unnið.
Bergur Elías Ágústsson

Óli, Helena og Kristján leggja fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti Byggðarráðs bendir á að Orkuveita Húsavíkur starfar eftir stefnu sem sett var á kjörtímabilinu 2010-2014. Sú stefna kveður á um að kjarnastarfsemi OH sé heitt vatn: vinnsla og dreifing, kalt vatn: vinnsla og dreifing og fráveita. Í gildi er þjónustusamningur milli Norðurþings (aðalsjóðs) og Orkuveitu Húsavíkur þar sem fram kemur m.a. að Norðurþing stjórnar rekstri á veitukerfum, sér um skrifstofuhald og fjármál og fylgja eftir formsatriðum sem nauðsynleg eru í rekstri Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kristján Þór Magnusson
Óli Halldórsson

Bergur leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég vil benda íbúum sveitarfélagsins á að þessar upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Orkuveitu Húsavíkur þar sem hægt er að kynna sér stefnur og samþykktir www.oh.is.
Bergur Elías Ágústsson.
Byggðarráð tekur heilshugar undir bókun Bergs.

4.Borgarhólsskóli - Morgunverður og ávaxtastund.

Málsnúmer 201806109Vakta málsnúmer

Á 4. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla og fræðslufulltrúi kynntu tillögur um framkvæmd morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla. ´
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun Borgarhólsskóla upp á 2 milljónir vegna ráðningar starfsmanns og hráefniskaupa.
Byggðarráð samþykkir að veita 2 m.kr. aukafjárveitingu til þess að mæta kostnaði á fræðslusviði við innleiðingu morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla. Byggðarráð felur fjármálastjóra að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins, til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Fyrirspurn varðandi framkvæmdir á Höfða

Málsnúmer 201809020Vakta málsnúmer

Guðbjartur Ellert Jónsson óskar er eftir upplýsingum um stöðu vega/gatna og lagnaframkvæmda við iðnaðarsvæði á Höfða. Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi kemur til fundarins og gerir grein fyrir stöðunni og áætluðum verklokum framkvæmdanna í september.
Byggðarráð þakkar Gunnari Hrafni fyrir góða yfirferð á stöðu verksins.

6.Fyrirspurn um ýmsar upplýsingar er varða veitt stöðuleyfi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201809012Vakta málsnúmer

Guðbjartur Ellert Jónsson hefur óskað eftir að framlagðar verði eftirfarandi upplýsingar: A) Fjölda húsa/bygginga á stöðuleyfi í sveitarfélaginu. B) Álagningu gjalda húseigna/bygginga á stöðuleyfi. C) Tímalengd veitingu stöðuleyfa, mánuðir/ár og hverjar eru almennar reglur sveitarfélagsins og/eða skipulagslaga um tímalengd stöðuleyfa. Fyrir fundinum liggur samantekt frá Gauki Hjartarsyni skipulags- og byggingarfulltrúa með svörum við ofangreindum fyrirspurnum.
Byggðarráð þakkar Gauki fyrir yfirferðina.

7.Tillaga frá Gunnari I Birgissyni um fjölgun fulltrúa í stjórn Eyþings

Málsnúmer 201809008Vakta málsnúmer

Að ósk Gunnars I Birgissonar bæjarstjóra í Fjallabyggð á 307. fundi stjórnar Eyþings var tillaga hans um fjölgun fulltrúa í stjórn Eyþings send á aðildarsveitarfélögin á svæðinu. Umrædd tillaga var kynnt fyrir stjórn Eyþings á síðasta fundi stjórnar. Þar var lagt til að fjölgað verði í stjórn Eyþings úr sjö stjórnarmönnum í níu og stjórnin verðir skipuð með eftirfarandi hætt: Akureyri 2 fulltrúar, Fjallabyggð 1 fulltrúi, Dalvíkurbyggð 1 fulltrúi, Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit saman með 1 fulltrúa, Svalbarðsstrandahr. og Grýtubakkahreppur saman með 1 fulltrúa, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur saman með 1 fulltrúa. Norðurþing og Tjörneshreppur saman með 1 fulltrúa, Langanesbyggða og Svalbarðshreppur saman með 1 fulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Eyþings 2016-2018

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 307. fundar stjórnar Eyþings.
Lagt fram til kynningar.

9.Fulltrúaráð HNÞ

Málsnúmer 201808108Vakta málsnúmer

Til samræmis við bókun fulltrúaráðsfundar HNÞ frá 28. júní sl., undir önnur mál, hefur verið boðað til fundar ráðsins. Sá fundur er nú boðaður þann 11. september kl. 15:00 í Skúlagarði.
Lagt fram til kynningar.

10.Tilkynning um fasteignamat 2019

Málsnúmer 201808106Vakta málsnúmer

Fasteignamat allra fasteigna er endurmetið 31. maí ár hvert og skal það endurspegla gangverð miðað við síðastliðinn febrúarmánuð. Fyrir byggðarráði liggur til kynningar nýtt fasteignamat frá Þjóðskrá Íslands, sem tekur gildi þann 31. desember n.k.
Til upplýsinga fyrir íbúa sveitarfélagsins kemur fram í skýrslu frá Þjóðskrá Íslands að hækkun heildarfasteignamats á landinu öllu er 12,7%, á höfuðborgarsvæðinu hækkar það um 11,6%, á Norðurlandi eystra 9,5% og í Norðurþingi 19,7%.

Fundi slitið - kl. 11:30.