Starfsmannamál í stjórnsýsluhúsi
Málsnúmer 201509020
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 151. fundur - 10.09.2015
Bæjarstjóri fór yfir mannabreytingar í stjórnsýsluhúsum Norðurþings síðustu mánuði.
Bæjarráð Norðurþings - 154. fundur - 08.10.2015
Bæjarstjóri kynnti áform um ráðningu í stað skjalastjóra sem hefur óskað eftir leyfi frá störfum.
Byggðarráð Norðurþings - 177. fundur - 26.05.2016
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað bæjarstjóra varðandi skipulag stjórnunar á framkvæmdasviðið sveitarfélagsins
Lagt fram til kynningar
Framkvæmdanefnd - 5. fundur - 15.06.2016
Sveitarstjóri fór yfir breytingar á starfsmannahaldi framkvæmdasviðs.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 204. fundur - 03.02.2017
Ekki hefur tekist að ráða nýjan fjármálastjóra sveitarfélagsins og einhlítt er að ráðningarferli nýs einstaklings í starfið taki minnst fjóra mánuði.
Í ljósi þeirrar staðreyndar leggur sveitarstjóri til við byggðarráð að samið verði við Róbert Ragnarsson fv. bæjarstjóra, um tímabundin ráðgjafarstörf og verkefnavinnu á sviði fjármála- og stjórnsýslu sveitarfélagins.
Í ljósi þeirrar staðreyndar leggur sveitarstjóri til við byggðarráð að samið verði við Róbert Ragnarsson fv. bæjarstjóra, um tímabundin ráðgjafarstörf og verkefnavinnu á sviði fjármála- og stjórnsýslu sveitarfélagins.
Sveitarstjóri kynnti byggðarráði um ákvörðun sína um að kaupa tímabundna ráðgjafarþjónustu af Róberti Ragnarssyni.
Byggðarráð Norðurþings - 263. fundur - 06.09.2018
Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá sveitarstjóra þess efnis að ráðið verði í starf verkefnisstjóra framkvæmda/aðstoðarmanns framkvæmda- og þjónustufulltrúa. Miðað er við að auglýsing fari út nú í september og að nýr starfsmaður komi til starfa eigi síðar en um áramót. Mikið álag er á skipulags- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins og mikilvægt að tekið sé tillit til þess með þessari viðbót inn á sviðið. Óskað er eftir því að tillit verði tekið til þessa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra með atkvæðum Helenu og Óla og felur honum að ganga frá endanlegri starfslýsingu og auglýsa starfið laust til umsóknar.
Bergur greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður leggst gegn fyrirliggjandi tillögu um að ráðið verði í starf verkefnisstjóra framkvæmda/aðstoðarmanns framkvæmda- og þjónustufulltrúa þegar mestu framkvæmdum sveitarfélagsins Norðurþings er að mestu lokið, enda er ekki þörf fyrir slíka stöðu nú, né á næstu mánuðum. Hér er fyrst og fremst um óþarfa útgjöld fyrir sveitarsjóð að ræða, fjármunir sem betur væru nýttir í innan skólakerfisins og/eða íþrótta og æskulýðsmála.
Í meðfylgjandi greinargerð er m.a. nefnt að viðkomandi starfsmaður eigi að koma að málum Orkuveitu Húsavíkur ohf. Slík ráðstöfun hefur ekki verið borið undir stjórn Orkuveitunnar. Í þessu samhengi er rétt að benda kjörnum fulltrúum á að samkvæmt 16. grein samþykkta Orkuveitu Húsavíkur stýrir stjórn hennar öllum málefnum félagsins milli hluthafafunda og gætir hagsmuna félagsins.
Jafnframt skal bent á að tilgangur félagsins (OH) er orkurannsóknir, vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns og hvers konar annarra auðlinda, dreifing og sala afurða fyrirtækisins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins, sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni. Timi er komin til að þessum verkefnum verði unnið.
Bergur Elías Ágústsson
Óli, Helena og Kristján leggja fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti Byggðarráðs bendir á að Orkuveita Húsavíkur starfar eftir stefnu sem sett var á kjörtímabilinu 2010-2014. Sú stefna kveður á um að kjarnastarfsemi OH sé heitt vatn: vinnsla og dreifing, kalt vatn: vinnsla og dreifing og fráveita. Í gildi er þjónustusamningur milli Norðurþings (aðalsjóðs) og Orkuveitu Húsavíkur þar sem fram kemur m.a. að Norðurþing stjórnar rekstri á veitukerfum, sér um skrifstofuhald og fjármál og fylgja eftir formsatriðum sem nauðsynleg eru í rekstri Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kristján Þór Magnusson
Óli Halldórsson
Bergur leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég vil benda íbúum sveitarfélagsins á að þessar upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Orkuveitu Húsavíkur þar sem hægt er að kynna sér stefnur og samþykktir www.oh.is.
Bergur Elías Ágústsson.
Byggðarráð tekur heilshugar undir bókun Bergs.
Bergur greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður leggst gegn fyrirliggjandi tillögu um að ráðið verði í starf verkefnisstjóra framkvæmda/aðstoðarmanns framkvæmda- og þjónustufulltrúa þegar mestu framkvæmdum sveitarfélagsins Norðurþings er að mestu lokið, enda er ekki þörf fyrir slíka stöðu nú, né á næstu mánuðum. Hér er fyrst og fremst um óþarfa útgjöld fyrir sveitarsjóð að ræða, fjármunir sem betur væru nýttir í innan skólakerfisins og/eða íþrótta og æskulýðsmála.
Í meðfylgjandi greinargerð er m.a. nefnt að viðkomandi starfsmaður eigi að koma að málum Orkuveitu Húsavíkur ohf. Slík ráðstöfun hefur ekki verið borið undir stjórn Orkuveitunnar. Í þessu samhengi er rétt að benda kjörnum fulltrúum á að samkvæmt 16. grein samþykkta Orkuveitu Húsavíkur stýrir stjórn hennar öllum málefnum félagsins milli hluthafafunda og gætir hagsmuna félagsins.
Jafnframt skal bent á að tilgangur félagsins (OH) er orkurannsóknir, vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns og hvers konar annarra auðlinda, dreifing og sala afurða fyrirtækisins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins, sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni. Timi er komin til að þessum verkefnum verði unnið.
Bergur Elías Ágústsson
Óli, Helena og Kristján leggja fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti Byggðarráðs bendir á að Orkuveita Húsavíkur starfar eftir stefnu sem sett var á kjörtímabilinu 2010-2014. Sú stefna kveður á um að kjarnastarfsemi OH sé heitt vatn: vinnsla og dreifing, kalt vatn: vinnsla og dreifing og fráveita. Í gildi er þjónustusamningur milli Norðurþings (aðalsjóðs) og Orkuveitu Húsavíkur þar sem fram kemur m.a. að Norðurþing stjórnar rekstri á veitukerfum, sér um skrifstofuhald og fjármál og fylgja eftir formsatriðum sem nauðsynleg eru í rekstri Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kristján Þór Magnusson
Óli Halldórsson
Bergur leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég vil benda íbúum sveitarfélagsins á að þessar upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Orkuveitu Húsavíkur þar sem hægt er að kynna sér stefnur og samþykktir www.oh.is.
Bergur Elías Ágústsson.
Byggðarráð tekur heilshugar undir bókun Bergs.