Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

154. fundur 08. október 2015 kl. 16:00 - 18:38 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - Staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201506018Vakta málsnúmer

Jón Höskuldsson mætir á fundinn og fer yfir fjárhagsáætlun 2016 fyrir fræðslumál
Bæjarráð þakkar Jóni góða kynningu

2.Fasteignafélag Húsavíkur ehf. og Gistiheimili Húsavíkur ehf. gera tilboð í fasteignina að Höfða 24

Málsnúmer 201510008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tilboð í fasteignina Höfða 24c
Bæjarráð þakkar bréfritara erindið en telur sér ekki fært að ganga að því tilboði sem fyrir liggur. Norðurþing á 60% hlut í umræddu húsnæði á móti Leikfélagi Húsavíkur og telur bæjarráð ekki rétt að selja eignina án þess að fyrir liggi með formlegum hætti hver áhrif af slíku yrði á starfsemi meðeiganda (LH) og hver afstaða meðeiganda er til þessa.

3.Skýrsla um jafnt búsetuform barna til umsagnar

Málsnúmer 201510017Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar skýrsla um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.
Lagt fram til kynningar

4.Velferðarnefnd Alþingis, 15. mál til umsagnar

Málsnúmer 201510019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum, 15. mál.
Lagt fram til kynningar

5.Fundargerð aðalfundar EBÍ

Málsnúmer 201510021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar 16. aðalfundargerð fulltrúaráðs Eignarhaldsfélsagsins Brunabótafélag Íslands
Lagt fram til kynningar

6.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar vega Pakkhússins á Húsavík

Málsnúmer 201510029Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumaanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Erlendi T Hallgrímssyni f.h. Skaradóttur ehf.
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

7.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga óskar eftir upplýsingum um viðbrögð vegna ábendinga í endurskoðunarskýrslu vegna ársins 2014

Málsnúmer 201510032Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er eftir nánari upplýsingum frá bæjarstjórn um viðbrögð hennar, aðgerðir og eftirfylgni með athugasemdum í endurskoðunarskýslu Deloitte.
Brugðist var við athugasemdum endurskoðenda Deloitte síðastliðið vor. Bæjarráð felur bæjarstjóra að staðfesta það við eftirlitsnefndina.

8.Fjármál Norðurþings

Málsnúmer 201505080Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir tekjuáætlun 2016, kynningu á stöðu réttindasafns lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að innheimta fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði sem notuð eru undir atvinnustarfsemi, eins og um atvinnuhúsnæði sé að ræða.

9.Starfsmannamál í stjórnsýsluhúsi

Málsnúmer 201509020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti áform um ráðningu í stað skjalastjóra sem hefur óskað eftir leyfi frá störfum.

Fundi slitið - kl. 18:38.