Fara í efni

Fjármál Norðurþings

Málsnúmer 201505080

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 140. fundur - 21.05.2015

Á fundi bæjarráðs liggur fyrir að undirbúa fjárhagsáætlanagerð fyrir næstu ár.
Bæjarráð fór yfir rekstur ársins og undirbúning fyrir áætlanagerð

Bæjarráð Norðurþings - 141. fundur - 28.05.2015

Fjármálastjóri lagði fram drög að ramma fyrir áætlun 2016. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að leggja þessi drög fyrir nefndir Norðurþings.

Bæjarráð Norðurþings - 147. fundur - 23.07.2015

Bæjarráð er sammála megin niðurstöðum skýrslu KPMG og notar hana til undirbúnings fjárhagsáætlana næstu ára. Ein niðurstaða skýrslunnar er að fjöldi starfsmanna per þúsund íbúa er mun hærri hjá Norðurþingi en hjá sambærilegum sveitarfélögum. Bæjarráð leggur áherslu á að starfsmannafjöldinn verði sambærilegur og hjá samanburðarsveitarfélögum í lok árs 2018 og að ávallt verði leitast við að láta mönnun/starfsmannafjölda Norðurþings fylgja mannaflaþörf út frá aðstæðum/þróun verkefna.

Bæjarráð er sammála um að leita skuli leiða við að ná markmiðinu með eftirfarandi hætti:

1.
Leitast verði við að ná fram samlegðaráhrifum í rekstri/starfsmannahaldi þegar við á, bæði innan sveitarfélagsins og í samstarfi við nágrannasveitarfélög
2.
Ekki er ráðið í ný störf innan sveitarfélagsins nema sýnt þykir að þau störf séu nauðsynleg og/eða skili sveitarfélaginu sparnaði til lengri tíma
3.
Þegar starfsmaður hættir vegna aldurs eða annarra ástæðna er ávallt skoðaður sá möguleiki að flytja verkefni hans á aðra starfsmenn áður en ráðið er í starf hans, þ.e. leggja starfið niður.
4.
Nýtt fólk er ekki ráðið til starfa nema áður hafi verið kannað hvort annar starfsmaður innan sveitarfélagsins geti sinnt því starfi sem losnaði.
5.
Þekkingabrunnur starfmanna er breikkaður með því að færa verkefni á milli aðila og auka þannig sveigjanleika starfsmanna og möguleika þeirra til að að taka yfir ný verkefni.

Bæjarráð Norðurþings - 148. fundur - 13.08.2015

Fjármálastjóri fór yfir fjármál sveitarfélagsins og vinnu við áætlanagerð

Bæjarráð Norðurþings - 149. fundur - 20.08.2015

Við gerð árs, þriggja ára og tíu ára áætlana Norðurþings verða eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi:

1)Að A-sjóður verði sjálfbær, þ.e. veltufé frá rekstri verði nægjanlegt til að standa undir afborgunum lána og fjárfestingum ekki undir 300 milljónir á ári.
2)Að Orkuveita Húsavíkur greiði Norðurþingi arð í samræmi við fjárhagsstöðu og fjárfestingaþörf félagsins.
3)Að hafnasjóður Norðurþings verði sjálfbær strax árið 2016, þ.e ekki verði frekari fjárstreymi í hafnasjóð úr A-sjóði frá og með árinu 2016.

Bæjarráð Norðurþings - 150. fundur - 03.09.2015

Bæjarráð óskar eftir að formenn nefnda og sviðsstjórar mæti á eftirfarandi fundi bæjarráðs og kynni áætlun 2016:

1.okt
Framkvæmda- og hafnanefnd
8.okt
Félags- og barnaverndarnefnd, skipulags- og bygginganefnd
15.okt
Fræðslu- og menningarnefnd, tómstunda- og æskulýðsnefnd


Stefnt er að fyrri umræðu í bæjarstjórn 20.okt
og síðari umræðu 17.nóv

Bæjarráð Norðurþings - 152. fundur - 17.09.2015

Fjármálastjóri fór yfir áætlanir sameiginlegs kostnaðar og atvinnumála

Bæjarráð Norðurþings - 153. fundur - 01.10.2015

Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingafulltrúi og Kjartan Páll Þórarinsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fara yfir fjárhagsáætlanir 2016 sinna málaflokka

Bæjarráð Norðurþings - 154. fundur - 08.10.2015

Fjármálastjóri fer yfir tekjuáætlun 2016, kynningu á stöðu réttindasafns lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að innheimta fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði sem notuð eru undir atvinnustarfsemi, eins og um atvinnuhúsnæði sé að ræða.