Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

141. fundur 28. maí 2015 kl. 16:00 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Sif Jóhannesdóttir 1. varamaður
  • Soffía Helgadóttir 3. varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - Staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur óskar eftir að hitta bæjarráð og ræða áform um skerðingu sumarlauna starfsmanna Tónlistarskólans

Málsnúmer 201505074Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Árna Sigurbjarnarsyni þar sem hann óskar eftir að ekki komi til skerðingar á sumarlaunum kennara við Tónlistarskóla Húsavíkur.
Bæjarráð þakkar Árna góða kynningu á erindinu og felur bæjarstjóra að koma með nánari upplýsingar fyrir næsta bæjarráðsfund.

2.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2015

Málsnúmer 201502079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundagerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 15. apríl og 6. maí sl.
Lagt fram til kynningar

3.Menningarmiðstöð Þingeyinga - fundargerðir

Málsnúmer 201505077Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundagerðir stjórnarfunda Menningamiðstöðvar Þingeyinga frá 4. nóvember, 8. apríl og 8. maí ásamt aðalfundargerð frá 8. maí sl.
Lagt fram til kynningar

4.Aðalfundur Sorpsamlags Þingeyinga ehf

Málsnúmer 201505102Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Sorpsamlags Þingeyinga ehf sem haldinn verður 29. maí
Bæjarráð tilnefnir Óla Halldórsson fyrir hönd Norðurþings á fundinn og Friðrik Sigurðsson til vara.

5.Aðalfundur Rifóss hf 2015

Málsnúmer 201505083Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Rifóss hf sem haldinn verður 6. júní nk.
Bæjarráð tilnefnir Friðrik Sigurðsson sem fulltrúa Norðurþings og Óla Halldórsson til vara.

6.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Aðalgeir S. Óskarssyni

Málsnúmer 201505093Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Aðalgeiri Sævari Óskarssyni f.h. Óskarssonar ehf.
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar

Málsnúmer 201501069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf og greinargerð frá starfshópi skólastjórnenda um nám á framhaldsskólatigi í tónlist þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þá hugmynd Mennta- og menningarmálaráðherra að veita öllu því fjármagni sem ætlað er til framhaldsnáms í tónlist til eins tónlistarskóla í Reykjvavík.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur starfshóps skólastjórnenda um nám á framhaldsskólatigi í tónlist og beinir því til mennta- og menningarmálaráðuneytisins að rýra ekki möguleika nemenda í dreifðum byggðum til að stunda tónlistanám í heimabyggð. Erindinu er vísað til fræðslu- og menningarnefndar.

8.Fundur um póstþjónustu á Húsavík 9. júní

Málsnúmer 201505099Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð frá Íslandspósti á fund um póstþjónustu framtíðarinnar sem haldinn verður á Húsavík þriðjudaginn 9. júní nk. kl. 17:00.
Lagt fram til kynningar

9.Fjármál Norðurþings

Málsnúmer 201505080Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri lagði fram drög að ramma fyrir áætlun 2016. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að leggja þessi drög fyrir nefndir Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 19:15.