Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

140. fundur 21. maí 2015 kl. 16:00 - 19:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - Staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Mennta- og menningarmálaráðuneytið, skoðun á stöðu og framtíð framhaldsskóla á svæði Eyþings

Málsnúmer 201505059Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem upplýst er að nú stendur yfir skoðun á stöðu og framtíð framhaldsskóla í Eyþingi.
Bæjarráð vísar til bókunar sveitarstjórnar Norðurþings þann 20. maí.
Hugmyndum um umbætur og framþróun framhaldsskóla á Norðurlandi eystra ber að fagna. Mikil vinna hefur farið fram undanfarið í Framhaldsskólanum á Húsavík til þess að bregðast við minni fæðingarárgöngum á aðalupptökusvæði skólans, t.d. með fjarnámsframboði og samstarfsþróun við aðrar skólastofnanir. Bæjarráð hvetur mennta- og menningarmálaráðuneyti til að gefa framhaldsskólum á Norðurlandi eystra svigrúm til þess að ræða saman af yfirvegun um hver ávinningur nemenda og samfélags af auknu samstarfi gæti orðið. Markmiðin með auknu samstarfi þurfa að liggja ljós fyrir áður en ráðist verður í framkvæmdir.
Ekki er talið ráðlegt að ráðast í sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi eystra. Ef skólarnir eru ekki sjálfráða um eigin mál mun það að öllum líkindum verða til þess að draga úr krafti þeirra til að auka námsframboð sitt og sérstöðu og slíkt gæti leitt til atgervisflótta meðal starfsfólks. Með tímanum gæti þetta svo leitt til þess að hinir minni skólar leggist af í núverandi mynd. Mikilvægi þess að hafa framhaldsskólanám í boði í heimabyggð er gríðarlegt og ein af forsendum búsetu fyrir fjölskyldufólk á þéttbýlisstöðum.

2.GPG Seafood ehf - breytingar á aflamarki

Málsnúmer 201505081Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá GPG Seafood ehf þar sem farið er á leit við Norðurþing að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti að varanlegu aflamarki í krókaaflamarkskerfi sem mun fara af Lágey ÞH/Háey ÞH á næstu dögum í skiptum fyrir aflamark í aflamarkskerfi.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti.

3.Orkuveita Húsavíkur ohf. fundargerðir ársins 2015

Málsnúmer 201503109Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 140. stjórnarfundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram

4.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Gunnari Magnússyni f.h. Ff. Sólheima ehf.

Málsnúmer 201505063Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumaanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Gunnari Magnússyni f.h. Ff. Sólheima ehf.
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

5.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar

Málsnúmer 201501069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar niðurstöður vinnuhóps á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um gott fordæmi að vinnuferli við undirbúning fjárhagsáætlana sveitarfélaga.
Lagt fram

6.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi

Málsnúmer 201410060Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráð liggja drög að ábyrgðaryfirlýsingu fyrir urðunarstað á Kópaskeri:

Bæjarstjórn Norðurþings ábyrgist að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðarins við Kópasker, sbr. 60. og 61. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Af hálfu Norðurþings er litið svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 59. gr. laga nr. 55/2003 og 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ábyrgðaryfirlýsingin verði samþykkt.

7.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2015

Málsnúmer 201505066Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Greiðrar leiðar ehf. sem haldinn verður á Akureyri 29. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að Kristján Þór Magnússon verði fulltrúi Norðurþings á fundinum og Gunnlaugur Aðalbjarnarson til vara

8.Fundagerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra

Málsnúmer 201503008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar fundargerðir stjórnar Dvalaheimilis aldraðra Hvammi frá 23. mars og 29. apríl.
Lagt fram

9.Leigufélag Hvamms ehf. stjórnarfundir 2015

Málsnúmer 201505068Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar fundargerðir stjórnar Leigufélagsins Hvamms frá 23. mars og 29. apríl.
Lagt fram

10.Boð á málþing um málefni hvalaskoðunar

Málsnúmer 201505070Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fyrir boð frá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands á opið málþing um efnahagsleg áhrif hvalaskoðunar og uppbyggingu hafnarsvæða sem verður í Hvalasafninu á Húsavík þriðjudaginn 26. maí nk.
Lagt fram

11.Sorpsamlag Þingeyinga - tilboð í félagið

Málsnúmer 201505078Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja tvö erindi sem lúta að kaupum á félaginu Sorpsamlagi Þingeyinga ehf.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa félagið til sölu og felur fjármálastjóra að undirbúa söluna.

12.Tiloð í Garðarsbraut 83-201

Málsnúmer 201505079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráð liggur tilboð í Garðarsbraut 83 - 201
Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur umsjónarmanni fasteigna að ganga frá sölunni.

13.Fjármál Norðurþings

Málsnúmer 201505080Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs liggur fyrir að undirbúa fjárhagsáætlanagerð fyrir næstu ár.
Bæjarráð fór yfir rekstur ársins og undirbúning fyrir áætlanagerð

Fundi slitið - kl. 19:05.