Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

148. fundur 13. ágúst 2015 kl. 16:00 - 18:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Olga Gísladóttir 2. varamaður
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Orkuveita Húsavíkur ohf. fundargerðir ársins 2015

Málsnúmer 201503109Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja 141., 142., og 143.fundagerði stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar

2.Erindi frá Slökkviliðsstjóra Norðurþings varðandi leyfisveitingar til sölu á gistingu í heimahúsum

Málsnúmer 201508029Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Grími Kárasyni, slökkviliðsstjóra Norðurþings, þar sem óskað er að bæjarráð marki stefnu varðandi úthlutun rekstrarleyfa vegna sölu á gistingu í íbúðarhúsum
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir bréfið

3.Beiðni um framlag til reksturs á útvarpssendi vegna útsendinga Radio Iceland

Málsnúmer 201508041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Adolfi Inga Erlingssyni vegna reksturs á útvarpssendi fyrir Radio Iceland
Bæjarráð synjar erindi Radio Iceland en óskar þeim velfarnaðar í útbreiðslu stöðvarinnar um landið.

4.Aðgerðir til að auka lýðræðislega þátttöku íbúa

Málsnúmer 201508042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi aðgerðir til að auka lýðræðislega þátttöku íbúa. Sveitarfélög er hvött til að skipuleggja sérstakar aðgerðir í eina viku í október til að vekja athygli á lýðræðislegu hlutverki sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar

5.Fjármál Norðurþings

Málsnúmer 201505080Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir fjármál sveitarfélagsins og vinnu við áætlanagerð

Fundi slitið - kl. 18:40.