Fyrirhuguð hitaveita í Kelduhverfi - Ytri Bakki (Þórseyri), Sjávarbakki
Málsnúmer 201809014
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 265. fundur - 25.09.2018
Á undanförnum árum hefur Orkuveita Húsavíkur haft til athugunar að byggja upp hitaveitu í Kelduhverfi. Byggja fyrirætlanir þessar á því að hagnýta heitt vatn úr borholu BA-04 sem stendur á eiðinu milli Skjálftavatns og Bakkahlaups í Kelduhverfi. Erindi liggur fyrir byggðarráði þess efnis að óskað er eftir afstöðu eigenda Ytri-Bakka (Þórseyri) þess efnis hvort eigendur óski eftir því að taka inn hitaveitu, komi til þeirrar framkvæmdar.
Byggðarráð telur ljóst að ef Orkuveita Húsavíkur tekur ákvörðun um að leggja hitaveitu í Kelduhverfi mun sveitarfélagið taka inn hitaveitu fyrir þær fasteignir sem tilheyra sveitarfélaginu á svæðinu og líklegt er að verði í framtíðinni í notkun fyrir atvinnustarfsemi og/eða búsetu. Sveitarstjóra er falið að skrifa undir meðfylgjandi yfirlýsingu frá Orkuveitu Húsavíkur.