Ljósleiðaratenging í opinberar eignir Norðurþings á austursvæði.
Málsnúmer 201809035
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 8. fundur - 11.09.2018
Fyrri hluti verkefnis sem snýr að lagningu ljósleiðara um austurhluta Norðurþings stendur nú yfir og er langt kominn. Í þeim hluta mun verða komið í varanlegt fjarskiptasamband þeim eignum sem staðsettar eru á Melrakkasléttu, Kópaskeri og að Lundi í Öxarfirði.
Taka þarf ákvörðun um hvaða eignir í eigu Norðurþings skuli verða tengdar ljósleiðara.
Taka þarf ákvörðun um hvaða eignir í eigu Norðurþings skuli verða tengdar ljósleiðara.
Skipulags- og framkvæmdaráð óskar eftir milljón króna auka fjárveitingu til byggðaráðs til að ljósleiðaravæða og nettengja stofnanir og fasteignir sveitarfélagsins á austursvæðinu.
Byggðarráð Norðurþings - 264. fundur - 13.09.2018
Byggðarráð bendir á að svigrúm er innan fjárheimilda skipulags- og framkvæmdasviðs til verkefnisins.