Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson sat fundinn undir lið 6-7.
1.Innleiðingaráætlun Norðurþings vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar
Málsnúmer 201808110Vakta málsnúmer
Hallgrímur Jónsson persónuverndarfulltrúi Norðurþings kemur til fundarins og kynnir innleiðingaráætlun vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar. Farið verður yfir hlutverk persónuverndarfulltrúans og nauðsynleg skref í þá átt að sveitarfélagið uppfylli öll ákvæði löggjafarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hallgrími kynninguna.
2.Verkeftirlit með byggingu nýrrar slökkvistöðvar.
Málsnúmer 201809032Vakta málsnúmer
Fyrir liggja tilboð frá tveimur aðilum, Faglausn og Verkís, í verkeftirlit við byggingu slökkvistöðvar á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að semja við Verkís um verkeftirlit á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
3.Ósk um stöðuleyfi fyrir hlaðinn vegg við Hafnarstétt 13
Málsnúmer 201809029Vakta málsnúmer
Daníel Isebarn Ágústsson, f.h. Gentle Giants-Hvalaferða ehf, óskar eftir stöðuleyfi til næstu sex ára fyrir hlöðnum vegg utan lóðar Hafnarstéttar 13. Ekki voru lögð fram gögn með umsókn, en vísað til veggjar sem settur var niður í heimildarleysi í ágúst s.l.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf sem sent var á lóðarhafa vegna veggjarins þar sem farið er fram á að hann verði fjarlægður fyrir 20. september n.k.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf sem sent var á lóðarhafa vegna veggjarins þar sem farið er fram á að hann verði fjarlægður fyrir 20. september n.k.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar stöðuleyfi fyrir umræddum vegg. Veggurinn er utan lóðar og utan ramma samþykkts deiliskipulags. Hann var settur niður í óþökk skipulagsyfirvalda sem ítrekað hafa hafnað því að hann yrði settur utan tiltekins ramma. Veggurinn rýrir almenn svæði og umferðarleiðir á þrjá vegu umhverfis lóðina meira en meirihluti ráðsins telur ásættanlegt. Þar fyrir utan lendir hitaveituheimtaug að Helguskúr innan veggjarins sem er óheppilegt gagnvart viðhaldi hennar. Því telur meirihluti ráðsins rétt að fara fram á að veggurinn verði fjarlægður sem fyrst.
Kolbrún Ada, Silja og Örlygur Hnefill.
Minnihlutinn tekur ekki undir afstöðu meirihlutans.
Egill Aðalgeir, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik.
Kolbrún Ada, Silja og Örlygur Hnefill.
Minnihlutinn tekur ekki undir afstöðu meirihlutans.
Egill Aðalgeir, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik.
4.Samkomuhús - viðhald
Málsnúmer 201809028Vakta málsnúmer
Fyrir liggur ósk frá Leikfélagi Húsavíkur um að hluti hússins verði málaður ásamt því að fjárfest verði í gólfefni.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi erindi.
5.Ljósleiðaratenging í opinberar eignir Norðurþings á austursvæði.
Málsnúmer 201809035Vakta málsnúmer
Fyrri hluti verkefnis sem snýr að lagningu ljósleiðara um austurhluta Norðurþings stendur nú yfir og er langt kominn. Í þeim hluta mun verða komið í varanlegt fjarskiptasamband þeim eignum sem staðsettar eru á Melrakkasléttu, Kópaskeri og að Lundi í Öxarfirði.
Taka þarf ákvörðun um hvaða eignir í eigu Norðurþings skuli verða tengdar ljósleiðara.
Taka þarf ákvörðun um hvaða eignir í eigu Norðurþings skuli verða tengdar ljósleiðara.
Skipulags- og framkvæmdaráð óskar eftir milljón króna auka fjárveitingu til byggðaráðs til að ljósleiðaravæða og nettengja stofnanir og fasteignir sveitarfélagsins á austursvæðinu.
6.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2018
Málsnúmer 201801115Vakta málsnúmer
405. fundargerð Hafnasambandsins lögð fram.
405. fundargerð Hafnasambandsins lögð fram til kynningar.
7.Hafnarsambandsþings 25.-26. október 2018.
Málsnúmer 201809021Vakta málsnúmer
Stjórn Hafnasambands Íslands boðar hér með til hafnasambandsþings 25.-26. október nk. Þingið verður haldið á Grand hótel í Reykjavík en daginn áður, miðvikudaginn 24. október, stendur hafnasambandið fyrir málþingi í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að senda tvo fulltrúa á hafnasambandsþing 2018.
Fundi slitið.