Ósk um leyfi fyrir bílastæði við Urðargerði 3
Málsnúmer 201809055
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 9. fundur - 25.09.2018
Anna Soffía Halldórsdóttir, f.h. móður sinnar Matthildar Zophaníasdóttur, óskar samþykkis fyrir aðkomu að íbúð á neðri hæð Urðargerðis 3 frá Þverholti og að þar verði útbúið bílastæði fyrir eignina. Einnig er því velt upp hvort þarna gætu verið almenn bílastæði sem gætu nýst í vetrarófærð. Inngangur að íbúð Matthildar snýr að Þverholti og hafa eigendur hennar nýtt aðkomu frá Þverholti um langt árabil.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við að aðkoma að neðri hæð Urðargerðis 3 verði áfram á sömu nótum og verið hefur þar til unnið hefur verið deiliskipulag af svæðinu. Við gerð deiliskipulags verði tekin afstaða til þess hvort heimiluð verði bílastæði á þessum stað til lengri tíma.