Skeljungur hf. óskar eftir leyfi til að rífa niður þrjá olíugeyma við Hafnarbraut á Raufarhöfn
Málsnúmer 201809091
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 9. fundur - 25.09.2018
Skeljungur óskar eftir leyfi til að fjarlægja þrjá olíugeyma við Hafnarbraut á Raufarhöfn, ásamt lögnum og öðrum mannvirkjum. Unnin hefur verið áætlun um meðhöndlun jarðvegs á rekstrarsvæðinu með tilliti til olíumengunar að niðurrifi loknu. Áætlunin hefur verið samþykkt af Umhverfisstofnun.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á niðurrif mannvirkjanna. Minnt er á að leita þarf tímabundins starfsleyfis hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra vegna niðurrifsins.