Hrossabeit og geymsla hrossa í landi Norðurþings - Raufarhöfn.
Málsnúmer 201809093
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 9. fundur - 25.09.2018
Borist hafa erindi frá Snæbirni Magnússyni f.h. Klifseigna ehf og fleiri íbúa Raufarhafnar, þar sem farið er fram á að hrossabeit verði ekki leyfð í griðlandi fugla. Hrossin troði niður og eyðileggi varplandið, en naga einnig og brjóta niður skógargróður íbúa. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort hægt sé að nota annað beitarland en nú er gert.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingar Snæbjörns. Ekki eru skilgreind friðlönd fugla í skipulagi Raufarhafnar og því ekki hægt að banna beit á þeim forsendum. Umhverfisstjóra er falið að leita leiða til að stýra hrossabeit.