Fara í efni

Fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2019

Málsnúmer 201810067

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 12. fundur - 16.10.2018

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til umræðu fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2019.
Drög að rekstraráætlun framkvæmdasviðs 2019 var lögð fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 13. fundur - 23.10.2018

Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs fyrir rekstrarárið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við byggðaráð að fjárhagsrammi Umhverfissviðs verði hækkaður sem nemur 9,8 milljónum og að fjárhagsrammi þjónustumiðstöðvar verði hækkaður sem nemur 55 milljónum. Önnur svið, Umferðar- og samgöngumál og Eignasjóður eru vel innan ramma.

Byggðarráð Norðurþings - 270. fundur - 29.10.2018

Á 13. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs rædd.

Á fundinum var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við byggðaráð að fjárhagsrammi Umhverfissviðs verði hækkaður sem nemur 9,8 milljónum og að fjárhagsrammi þjónustumiðstöðvar verði hækkaður sem nemur 55 milljónum. Önnur svið, Umferðar- og samgöngumál og Eignasjóður eru vel innan ramma.
Byggðarráð leggur til að rammi umhverfissviðs verði hækkaður um 9,8 milljónir fyrir fyrri umræðu og rammi þjónustumiðstöðvar um 55 milljónir.